Innlent

Bensínið lækkaði víðast hvar um tíkall

MYND/GVA

N1 auglýsir í dag 10 króna afslátt á bensínverði og virðast hin olíufélögin ætla að svara því með samsvarandi verðlækkun hjá sér. Bensínlítrinn kostaði í morgun víða 143 til 145 krónur.

Lægsta bensínverðið sem upplýsingar fengust um var hjá hjá Atlantsolíu í Hveragerði en þar kostar lítrinn 140 krónur og 10 aura.

Hjá ÓB á Barðastöðum í Grafarvogi kostar lítrinn 141 krónur og 20 aura. Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu telur að þetta sé tímabundin verðlækkun.

Á heimasíðu Olís segir að algengasta verð sé 144,50 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×