Segir RÚV ekki hafa brotið gegn samkeppnislögum 14. nóvember 2008 18:40 Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ekki verður séð að RÚV hafi brotið gegn gildandi samkeppnislögum. Þvert á móti virðist álit Samkeppniseftirlitsins fyrst og fremst varða túlkun á lögum um Ríkisútvarpið ohf. og þjónustusamningi þess við menntamálaráðuneytið. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir að upphaflegt erindi Samkeppniseftirlitsins hafi meðal annars lotið að því hvort RÚV hefði með hegðun sinni á auglýsingamarkaði misnotað meinta markaðsráðandi stöðu. „Virðist það mat Samkeppniseftirlitsins að staða og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði leiði af sér samkeppnislega röskun. Að mati RÚV verður niðurstaða Samkeppniseftirlitsins ekki skilin öðruvísi en svo að Samkeppniseftirlitið telji það þjóna almennum samkeppnishagsmunum að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Slíkt gæti þá, að óbreyttu, leitt til þess að sú staða skapist á markaði að einn aðili verði í einstakri yfirburðastöðu á auglýsingamarkaði, sem gæti jafnframt verið til þess fallið að skaða samkeppni á tengdum mörkuðum. Telji Samkeppniseftirlitið slíkt til þess fallið að auka samkeppni, og þjóna hagsmunum neytenda, verður svo að vera," segir í tilkynningu Páls. Þá segir Páll að RÚV muni ekki tjá sig frekar um einstök efnisatriði álitsins, fyrr en félaginu hefur gefist nauðsynlegt tóm til að yfirfara þau sérstaklega. Tengdar fréttir Álit Samkeppniseftirlitsins kemur ekki á óvart Ari Edwald, forstjóri 365 hf, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og segir að hún komi sér alls ekki á óvart. Hann tekur þó fram að hann hafi að hann hafi einungis kynnt sér álitið lauslega. 14. nóvember 2008 17:45 Sigríður fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins „Þetta álit eitt og sér breytir ekki rekstrarumhverfinu, en vissulega styður þetta við að teknar verði réttar ákvarðanir og RÚV hverfi af auglýsingamarkaði," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjás eins. 14. nóvember 2008 17:34 Samkeppniseftirlitið vill RÚV af auglýsingamarkaði Samkeppniseftirlitið leggur til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði þegar aðstæður leyfi. Telji menntamálaráðherra eða Alþingi ekki að RÚV geti horfið af markaði á að takmarka umsvif félagsins á honum. 14. nóvember 2008 16:52 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ekki verður séð að RÚV hafi brotið gegn gildandi samkeppnislögum. Þvert á móti virðist álit Samkeppniseftirlitsins fyrst og fremst varða túlkun á lögum um Ríkisútvarpið ohf. og þjónustusamningi þess við menntamálaráðuneytið. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir að upphaflegt erindi Samkeppniseftirlitsins hafi meðal annars lotið að því hvort RÚV hefði með hegðun sinni á auglýsingamarkaði misnotað meinta markaðsráðandi stöðu. „Virðist það mat Samkeppniseftirlitsins að staða og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði leiði af sér samkeppnislega röskun. Að mati RÚV verður niðurstaða Samkeppniseftirlitsins ekki skilin öðruvísi en svo að Samkeppniseftirlitið telji það þjóna almennum samkeppnishagsmunum að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Slíkt gæti þá, að óbreyttu, leitt til þess að sú staða skapist á markaði að einn aðili verði í einstakri yfirburðastöðu á auglýsingamarkaði, sem gæti jafnframt verið til þess fallið að skaða samkeppni á tengdum mörkuðum. Telji Samkeppniseftirlitið slíkt til þess fallið að auka samkeppni, og þjóna hagsmunum neytenda, verður svo að vera," segir í tilkynningu Páls. Þá segir Páll að RÚV muni ekki tjá sig frekar um einstök efnisatriði álitsins, fyrr en félaginu hefur gefist nauðsynlegt tóm til að yfirfara þau sérstaklega.
Tengdar fréttir Álit Samkeppniseftirlitsins kemur ekki á óvart Ari Edwald, forstjóri 365 hf, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og segir að hún komi sér alls ekki á óvart. Hann tekur þó fram að hann hafi að hann hafi einungis kynnt sér álitið lauslega. 14. nóvember 2008 17:45 Sigríður fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins „Þetta álit eitt og sér breytir ekki rekstrarumhverfinu, en vissulega styður þetta við að teknar verði réttar ákvarðanir og RÚV hverfi af auglýsingamarkaði," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjás eins. 14. nóvember 2008 17:34 Samkeppniseftirlitið vill RÚV af auglýsingamarkaði Samkeppniseftirlitið leggur til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði þegar aðstæður leyfi. Telji menntamálaráðherra eða Alþingi ekki að RÚV geti horfið af markaði á að takmarka umsvif félagsins á honum. 14. nóvember 2008 16:52 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Álit Samkeppniseftirlitsins kemur ekki á óvart Ari Edwald, forstjóri 365 hf, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og segir að hún komi sér alls ekki á óvart. Hann tekur þó fram að hann hafi að hann hafi einungis kynnt sér álitið lauslega. 14. nóvember 2008 17:45
Sigríður fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins „Þetta álit eitt og sér breytir ekki rekstrarumhverfinu, en vissulega styður þetta við að teknar verði réttar ákvarðanir og RÚV hverfi af auglýsingamarkaði," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjás eins. 14. nóvember 2008 17:34
Samkeppniseftirlitið vill RÚV af auglýsingamarkaði Samkeppniseftirlitið leggur til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði þegar aðstæður leyfi. Telji menntamálaráðherra eða Alþingi ekki að RÚV geti horfið af markaði á að takmarka umsvif félagsins á honum. 14. nóvember 2008 16:52