Innlent

Íslensk hönnun er jólagjöfin í ár

Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst hefur í nokkur ár kannað horfur í jólaverslun og fengið sérfræðinga til að velja jólagjöfina í ár. Að þessu sinni er jólagjöfin íslensk hönnun og segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, að hún falli mjög vel að tíðarandanum.

Rannsóknarsetrið spáir því að jólaverslun dragist saman um sjö og hálft prósent að rauðvirði vegna kreppu. Talsverð óvissa sé þó í þessu mati en jákvætt sé að íslendingar kaupi gjafir síður í útlöndum og útlendingar komi hingað að kaupa í pakkana.

Könnun Rannsóknarsetursins sýnir að fleiri Íslendingar hafi byrjað jólainnkaupin um tveimur mánuðum fyrir jól eða fyrr og færri byrji í desember. Fleiri ætli að kaupa gjafir á Íslandi og færri fari yfir fimmtíu þúsund krónur í heildarinnkaupum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×