Innlent

Tvær líkamsárásir kærðar

Tvær líkamsárásir voru kærðar í nótt og voru tveir handteknir vegna þeirra og látnir gista fangageymslur. Að sögn lögreglu voru báðar árásirnar minniháttar. Þá voru þrír teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt en sex umferðaróhöpp urðu sem rekja má til mikillar hálku. Að öðru leyti gekk nóttin áfallalaust fyrir sig í borginni að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×