Fleiri fréttir

Tilkynnt um hval í fjörunni við Dalvík

Hvalur sem sást uppi í fjöru skammt frá hafnarmynninu á Dalvík um klukkan ellefu í gærkvöldi virðist hafa komist aftur á flot því hann var hvergi á sjá þegar lögregla gáði að honum í morgun.

Fjórir gripnir eftir innbrot í tölvuverslun

Fjórir innbrotsþjófar voru gripnir í bíl í Garðabæ um fimmleytið í nótt eftir að hafa bortist inn í tölvuverslun við Hlíðarsmára í Kópavogi aðeins fimmtán mínútum fyrr.

Enn leitað að tveimur mönnum vegna hnífstungu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn, sem taldir eru viðriðnir árás í húsi í Norðurmýrinni í Reykjavík í gærdag, þar sem húsráðandi var stunginn með hnífi. Tveir voru handteknir á vettvangi og er nú tveggja til viðbótar leitað.

Dregur úr styrk Ikes

Nokkuð hefur dregið úr styrk fellibyljarins Ikes þegar hann er um það bil að ganga á land á Kúbu. Hann mælist nú þriðja stigs fellibylur en er enn flokkaður sem meiri háttar fellibylur sem getur ógnað byggð á suðurströnd Bandaríkjanna.

Árásir á lögreglu grófari en áður

Lögreglumenn telja að árásum á sig hafi fjölgað og brotin orðið grófari en áður. Formaður Landssambands lögreglumanna óttast að aukið ofbeldi gegn lögreglunni tengist starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi. Fimm Litháar voru í nótt handteknir eftir árás á lögregluþjón í heimahúsi.

Kennir Seðlabankanum um fall krónunnar

Formaður efnhags- og skattanefndar Alþingis segir að samantekt Seðlabankans um stöðu þjóðarbúsins hafi veikt krónuna. Hann segir nauðsynlegt að bæta hagskýrslugjöf bankans.

Færri í atvinnuleit en á sama tíma í fyrra

Færri eru í atvinnuleit nú en á sama tíma í fyrra og enn vantar fólk til vinnu á ýmsum sviðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Capacent ráðninga sem á ekki von á að atvinnuleysitölur hækki hratt á næstunni.

Ræða breytingar á lögum SÞ um Norðurskautið á fundi á Íslandi

Rúmlega tugur lagasérfræðinga ræðir væntanlegar breytingar á löggjöf Sameinuðu þjóðanna um Norðurskautssvæðið á fundi á Íslandi í dag og fram á þriðjudag. Háskólinn á Akureyri hefur skipulagt ráðstefnuna í samvinnu við David Leary formann Institute of Advanced Studies.

Gunnar Nelson rotaði andstæðing sinn í Kaupmannahöfn

Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og rotaði andstæðing sinn, hinn reynda brasilíska bardagakappa Iran Mascarenhas, í lok annarrar lotu á Adrenalínmótinu í blönduðum bardagaíþróttum í Kaupmannhöfn í gærkvöldi.

Lögreglan leitar að tveimur mönnum eftir hnífstunguárás

Lögregla höfuðborgarsvæðisins leitar nú að tveimur erlendum mönnum sem taldið er að hafi ráðist á samlanda sinn og sært hann með tveim stungusárum á fótlegg. Árásin átti sér stað í húsi við Snorrabraut fyrr í dag.

Fornbílarnir á leið til Suðurnesja

Keppnisbílarnir í alþjóðlega fornbílarallinu eru nú á bakaleið frá Suðurlandi í átt til Reykjaness en keppnin hófst við Ráðhús Reykjavíkur í morgun.

Íslenskir hönnuðir með sýningu í Hollandi

Hönnuðurnir Elísabet Jónsdóttir og Olga Hrafnsdottir sem reka hönnunarstúdeóið Volki í Den Haag, Hollandi, opnuð nýverið sýninguna Lamscape / Landschaap í Haagse kunstkring.

Bíræfur þjófur stal sjúkratösku miðborgarvarðar

Bíræfur þjófur stal í morgunsárið sjúkratösku miðborgarvarðar sem var að hlúa að slösuðum manni í leigubílaröðinni. Talið er að þjófurinn hafi náð að koma sér burt í leigubíl með sjúkratöskuna sem er grár og svartur bakpoki.

Göngum saman gegn brjóstakrabba

Gengið verður á þremur stöðum á landinu í dag til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini; í Reykjavík og á Akureyri fyrir hádegi og á Ísafirði eftir hádegi. Styrktarfélagið Göngum saman stendur fyrir göngunum og er þetta aðalfjáröflun ársins.

Nevadafanginn segir vistina hafa verið helvíti á jörð

Fannar Gunnlaugsson, Íslendingurinn sem mátti dúsa rúman mánuð í héraðsfangelsi í Nevada segir að líkja megi vistinni þar við helvíti á jörð. Fannar slapp úr haldi í vikulokin og hann kom heim til Íslands með flugi í morgun.

Mannbjörg er bát með tveimur mönnum hvolfdi

Björgunarsveitin Berserkir á Stykkishólmi var kölluð út klukkan 18:16 í dag þegar plastbát með tveimur mönnum innanborðs hvolfdi í höfninni í Stykkishólmi, um 150 m. frá landi.

Fjölmennt á nauðungaruppboði

Nokkur hundruð manns mættu á nauðungaruppboð á ökutækjum sem sýslumaðurinn í Reykjavík hélt var í dag. Þeim fjölgar bílunum sem seldir eru á slíkum uppboðum.

Heitt vatn komið á allsstaðar í Reykjavík

Heitt vatn er komið á alls staðar í Reykjavík og viðgerð á Reykjaæð I er að ljúka. Eitthvað gæti skort á að fullur þrýstingur náist í hluta af Norðlingaholti fram eftir degi.

Fjöldi húsbíla rekinn frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ

Eigendum rúmlega 50 húsbíla var vísað frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ í morgun. Þeir eru mjög óánægðir með þetta þar sem þeir hafa verið á þessum sama stað meðan á Ljósnótt hefur staðið undanfarin fimm ár.

Fannst með lífshættulega áverka í morgun

Maður fannst með lífshættulega áverka við Hátún í morgun. Að sögn lögreglunnar var hann fluttur strax til aðgerðar á gjörgæsludeild. Ekki er vitað um tildrög áverkanna en málið er í rannsókn.

Græna netið vill landsskipulag á næsta þingi

Á fundi Græna netsins um landsskipulag á Kaffi Hljómalind í morgun var samþykkt ályktun þar sem lýst er vonbrigðum með afdrif landsskipulagsákvæða í skipulagsfrumvarpi umhverfisráðherra á því löggjafarþingi sem nú er að ljúka og hvatt til þess að alþingi samþykki landsskipulag á vetri komanda. Ályktun fundarins hljóðar svo:

Einn verðmætasti bílafloti landsins á Hesthálsi

Einhver verðmætasti bílafloti sem sést hefur hérlendis er þessa stundina samankominn við skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi en þetta er floti glæsibíla sem tekur þátt í alþjóðlegum kappakstri fornbíla umhverfis Ísland.

Gunnar Nelson berst í Kaupmannahöfn í kvöld

Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson berst sinn sjötta atvinnumannabardaga í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Adrenalínmótinu í Kaupmannahöfn í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir