Innlent

Bíræfur þjófur stal sjúkratösku miðborgarvarðar

Bíræfur þjófur stal í morgunsárið sjúkratösku miðborgarvarðar sem var að hlúa að slösuðum manni í leigubílaröðinni. Talið er að þjófurinn hafi náð að koma sér burt í leigubíl með sjúkratöskuna sem er grár og svartur bakpoki.

Þrjú innbrot voru í Hafnarfirði og Álftanesi í nótt. Brotist var inn í Flensborgarskóla, Álftanesskóla og fyrirtæki í Hafnarfirði. Alls voru teknir fjórir tölvuskjáir. Þjófarnir eru ófundnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×