Innlent

Vestfirðingar vilja bæði Dýrafjarðar- og Dynjandisheiðargöng

Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem lauk á Reykhólum í gær, ályktaði að samhliða framkvæmdum við jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði hafist handa við áframhaldandi jarðgöng um Dynjandisheiði.

Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem lauk á Reykhólum í gær, krefst þess að héðan í frá verði jarðgangaverkefni á Vestfjörðum samfelld í vinnslu.

Bent er á að eftir 12 ára hlé sé nú aftur hafin gerð jarðganga á Vestfjörðum með framkvæmd Óshlíðarganga. Gerð jarðganga sé lykilþáttur í samgöngubótum í fjórðungnum og ályktaði þingið að samhliða framkvæmdum við jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði hafist handa við áframhaldandi jarðgöng um Dynjandisheiði.

Þá segir Fjórðungsþing Vestfirðinga að Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni og væntanleg samgöngumiðstöð við hann séu lykilþáttur í þeirri mynd að flugsamgöngur uppfylli þarfir um hraða og skilvirkni í viðskiptum, stjórnsýslu og þjónustusókn, milli höfuðborgar og landsbyggðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×