Innlent

Kennir Seðlabankanum um fall krónunnar

Formaður efnhags- og skattanefndar Alþingis segir að samantekt Seðlabankans um stöðu þjóðarbúsins hafi veikt krónuna. Hann segir nauðsynlegt að bæta hagskýrslugjöf bankans.

Seðlabankinn birti í síðustu viku bráðabirgðartölur um skuldastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum.

Sérfræðingar viðskiptabankanna hafa gagnrýnt útreikninga Seðlabankans og segja að tölurnar birti ekki rétta mynd af stöðunni.

Gengi krónunnar veiktist um nærri tvö prósent daginn eftir að tölurnar voru birtar og greiningardeildir bankanna kenna Seðlabankanum um.

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, telur að tölur Seðlabankans hafi veikt krónuna.

„Þegar sýndur er svona gríðarlegur viðskiptahalli þá hefur það áhrif á erlenda fjárfesta og minnkar traust manna á krónunni," segir Pétur.

Pétur vill að Seðlabankinn skipti viðskiptahallanum framvegis í tvennt. Þ.e. í opinberan viðskiptahalla og viðskiptahalla með einkaábyrgð.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×