Innlent

Slökkviliðið kallað út í togara í nótt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að togara sem lá við bryggju í nótt eftir að viðvörunarkerfi í honum fór í gang.

Vaktmaður var um borð og fylgdi hann slökkviliðinu í þvottahús þar sem viðvörunarkerfið hafði farið í gang. Í ljós kom að spennubreytir þar inni hafði brunnið yfir og var hann tekinn úr sambandi. Nokkur reykur hafði myndast svo loftræsta þurfti herbergið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×