Innlent

Enn leitað að tveimur mönnum vegna hnífstungu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn, sem taldir eru viðriðnir árás í húsi í Norðurmýrinni í Reykjavík í gærdag, þar sem húsráðandi var stunginn með hnífi. Tveir voru handteknir á vettvangi og er nú tveggja til viðbótar leitað.

Sex ára drengur missti framan af fingri á Akureyri á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar hann klemmdi sig á hliði að göngustíg. Hann var að leik með öðrum börnum þegar slysið varð og var þegar fluttur á sjúkrahúsið. Hann fékk að fara heim þegar búið var að gera að sárinu en í dag verður hliðið og önnur sambærileg hlið í bænum yfirfarin til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.

Tveir ökumenn missa ökuréttindi og hljóta háar sektir, eftir að hafa verið stöðvaðir vegna hraðaksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Báðir voru þeir á meira en tvöföldum leyfileglum hámarkshraða og eiga yfir höfði sér háar sektir. Annar var aðeins sautján ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×