Innlent

Tilkynnt um hval í fjörunni við Dalvík

Hvalur sem sást uppi í fjöru skammt frá hafnarmynninu á Dalvík um klukkan ellefu í gærkvöldi virðist hafa komist aftur á flot því hann var hvergi á sjá þegar lögregla gáði að honum í morgun.

Myrkur var og slæmt skyggni þegar til hans sást í gærkvöldi, en sjónarvottar töldu þá að hann væri á lífi og virðist vera sem þeir hafi haft rétt fyrir sér. Ekki er vitað hverrar ættar hvalurinn var, en andarnefnur hafa gert tíðreyst inn á Akureyrarpoll að undanförnu.-










Fleiri fréttir

Sjá meira


×