Fleiri fréttir

Boðað til samstöðu við Alþingishúsið í hádeginu á morgun

Hópur hagsmunasamtaka og félaga hefur boðað til samstöðu við kjarabaráttu ljósmæðra klukkan 12.15 á morgun á Austurvelliþ. Í tilkynningu frá félögunum segir að ríkisstjórnin axli ekki ábyrgð og geri þar með yfirlýsingar og fyrirheit að engu. „Stjórnarsáttmálinn er marklaust plagg. Þarfir barnshafandi kvenna skipta ekki máli og störf ljósmæðra eru lítils virði.

Fundu 250 grömm af kókaíni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gær hald á um 250 grömm af kókaíni í íbúð í miðborginni.

Vilhjálmur braut ekki gegn reglum borgarinnar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, braut ekki gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar þegar hann fór í veiðiferð ásamt nokkrum öðrum í Miðfjarðará í fyrra. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar.

Áhyggjur minnihlutans angra Guðlaug ekki

Á borgarráðsfundi í morgun var lagt fram álit skrifstofustjóra borgarstjórnar þar sem kemur fram að reglur varðandi gjaldgengi varamanna í borgarráði eru óljósar.

Enn fundað í Karphúsinu

Samningafundur Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins, sem hófst klukkan tíu í morgun, stendur enn.

Vilhjálmur og Ólafur veiðikóngar borgarstjórnar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, og Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, eru þeir borgarfulltrúar sem fóru oftast í veiði í Elliðaárnar í sumar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir fóru þeir þrisvar sinnum.

Arnar Grant ákærður fyrir eignaspjöll

Líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll í tengslum við nágrannaerjur sem hann átti í. Ákæra á hendur honum var þingfest í morgun.

Hóta lögsókn endurskoði stjórnvöld ekki ákvörðun um umhverfismat

Stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, hefur samþykkt ályktun vegna úrskurðar umhverfisráðherra um sameiginlegt umhverfismat vegna virkjana, háspennulína og álvers á Norðausturlandi. „Stjórnin skorar á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína til að lágmarka þann skaða sem að óbreyttu gæti hlotist af úrskurðinum,“segir í áskoruninni.

Reynt að leysa vanda frístundaheimilanna

Sviðsstjórum Íþrótta- og tómstundasviðs og menntasviðs verður falið að stjórna vinnu um tillögur að lausnum á manneklu- og aðstöðuvanda frístundaheimilanna gangi hugmynd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra fram að ganga.

Láku drögum að frumvarpi til að hafa áhrif

Bárður Ragnar Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna, segist ekki hafa rofið trúnað með því að leka drögum að frumvarpi um sanngirnisbætur til handa Breiðavíkurdrengjum til fjölmiðla.

Kannabisskógar í Kópavogi og Breiðholti

Lögregla lagði hald á sextíu kannabisplöntur á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fjörutíu þeirra fundust við húsleit í Kópavogi en hinar tuttugu í íbúð í Breiðholti. Að sögn lögreglu var karlmaður um fertugt handtekinn í tengslum við síðarnefnda málið.

Óskar áhyggjulaus yfir setu Guðlaugs í borgarráði

Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segist engar áhyggjur hafa af vangaveltum um hvort varamaður hans í borgarráði, Guðlaugur Sverrisson, megi sitja í ráðinu. Á borgarráðsfundi í morgun var lagt fram álit skrifstofustjóra borgarstjórnar þar sem kemur fram að reglur í varðandi gjaldgengi varamanna í borgarráði séu óljósar. Guðlaugur var á lista framsóknarmanna fyrir síðustu kosningar en hann er hins vegar ekki varamaður Óskars Bergssonar. Málinu hefur verið vísað til forsætisnefndar og segist Óskar þess fullviss að málið verði til lykta leitt þar.

Bílasali sakar samkeppnisaðila um brot á neytendalögum

„Aðferðir Bílalands (Bílaoutlet) eru að hækka ásett verð bifreiða upp og sýna sem hæstan afslátt við sérstakt verð sem er að svínnvirka hjá þeim,“ segir Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, og telur að með þessu brjóti Bílaland neytendalög.

Áskriftarblöð munu aldrei ná fyrri styrk

Áskriftarblöð eins og Morgunblaðið munu aldrei ná sínum fyrri styrk í samkeppninni við fríblöð. Hins vegar eru ágætar líkur á að bæði íslensk fríblöð og áskriftarblöð lifi krepputímana af, þrátt fyrir örlög Nyhedsavisen, segir sérfræðingur.

Harmar að Breiðavíkursamtökin hafi kynnt frumvarpsdrög um bætur

Forsætisráðuneytið harmar að Breiðavíkursamtökin skuli hafa valið þá leið að kynna fyrirliggjandi drög að frumvarpi um bætur til fyrrverandi vistmanna á Breiðavík í fjölmiðlum án þess að leita samþykkis eða samráðs um slík. Þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins og þar er jafnframt sagt að frumvarpsdrögin séu vinnuskjal.

Spurt um Breiðavíkurmálið í borgarráði

Á borgarráðsfundi sem lauk á tólfta tímanum í dag lögðu fulltrúar minnihlutans í ráðinu fram fyrirspurn sem snýr að afdrifum Breiðavíkurmálsins svokallaða í borgarkerfinu. Í mars var samþykkt að taka málið til ítarlegrar skoðunnar innan borgarinnar og vilja minnihlutamenn nú fá að vita hvernig þeirri úttekt hefur miðað.

Stjórn Landsvirkjunar einhuga um nafnleynd

Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf."

Ólafur Ragnar heimsótti Peres og Abbas

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í gær fundi með Shimon Peres forseta Ísraels og Mahmoud Abbas forseta Palestínustjórnarinnar. Á fundunum var fjallað um friðarhorfur í Mið-Austurlöndum, samningaviðræður undanfarna mánuði og hvernig sagan sýnir að smá ríki geti stuðlað að sáttargjörð og friðarsamningum, að því er segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Strætó fær rauða akrein

Malbikunarframkvæmdir fara fram í dag á Miklubraut þar sem verið er að malbika sérakrein fyrir strætisvagna með rauðu malbiki. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem notað er rautt sérinnflutt granít frá Skotlandi. Malbikið er blandað járnoxíði þannig að sem rauðastur litur fáist á yfirborð vegarins. „Með þessu er verið að tryggja að rauði liturinn haldist þegar malbikið slitnar,“ segir Ólafur Ólafsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.

Hafa opnað neyðarlínu fyrir verðandi mæður

Tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti og er nú neyðaráætlun í gildi. Ljósmærðafélag Íslands hefur opnað símanúmer, og kallar það rauðu línuna.

Lést um borð í fiskibáti

Karlmaður á sjötugsaldri lést um borð í litlum fiskibáti í gærkvöldi og rak bátinn upp í fjöru á Geldinganesi við Grafarvog í Reykjavík.

Lögguhrotti fékk of vægan dóm

Dómurinn yfir manninum, sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand í apríl, er of mildur að mati Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Ágúst Fylkisson var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna, fyrir alvarlega líkamsárás á lögregluþjón eftir mótmæli vörubílstjóra í vor.

Trillusjómaður missti meðvitund við Geldingarnes

Maður á litlum báti var hætt kominn í sjónum nálægt Geldingarnesi nú um áttaleytið. Talið er að maðurinn hafi fengið misst meðvitund og báturinn siglt í strand. Lögregla og sjúkralið var kvatt á staðinn og hófu endurlífgun um leið og þau náðu að manninum.

Bætur til Breiðavíkurdrengja minni en vænst var

Bætur til þeirra sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu sem drengir, á árunum 1959-1972, verða frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir, eftir því sem fram kom í fréttum Ríkissjónvarpins.

Ákærð 10-11 lögga enn við störf

Lögreglumaðurinn sem réðst á pilt í apríl síðastliðnum er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns.

Lést af völdum höfuðáverka við Skúlagötu

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa staðfest að maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í fyrrakvöld lést af völdum höfuðáverka. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Íslenskur augnlæknir slær í gegn

Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við augndeild Landspítalans, fær svokölluð Jules Gonin verðlaun á þessu ári.

10-11 lögga ákærð fyrir brot í starfi

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa út ákæru á hendur lögreglumanni sem á myndbandi á vefnum YouTube sést taka ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ.

Neyðarástand gæti skapast strax í nótt

Formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands segir að neyðarástand geti skapast strax í nótt komi til verkfalls ljósmæðra eins og allt stefnir í.

Sjá næstu 50 fréttir