Vilhjálmur og Ólafur veiðikóngar borgarstjórnar Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. september 2008 14:45 Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Elliðaárdalnum í sumar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, og Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, eru þeir borgarfulltrúar sem fóru oftast í veiði í Elliðaárnar í sumar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir fóru þeir þrisvar sinnum. Vísir sendi í byrjun vikunnar öllum borgarfulltrúum í Reykjavík fyrirspurn þar sem spurt var hversu oft Orkuveitan hefði boðið viðkomandi í veiði í sumar og hversu oft viðkomandi hefði þegið boðið. Ellefu borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurninni en fjórir svöruðu ekki tölvupóstinum þrátt fyrir ítrekun. Í þeim hópi voru Hanna Birna Kristjándóttir borgarstjóri, Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, Gísli Marteinn Baldursson, varaforseti borgarstjórnar, og Kjartan Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Sitjandi borgarstjóri opnar Elliðaárnar árlega í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur. Þá er einnig hefð fyrir því að öllum borgarfulltrúum standi til boða að veiða í ánni í boði Orkuveitunnar en þeir fá þó misjafnlega mörg boð. Einnig er sitjandi borgarstjóra og forverum hans á stóli borgarstjóra boðið að veiða í ánni á sérstökum borgarstjóradegi. Ólíkur fjöldi boða til borgarfullrúa skýrist af því hvort þeir sitji einnig í borgarráði og stjórn Orkuveitunnar, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingarfulltrúa fyrirtækisins. Átta daga í sumar bauð Orkuveitan borgarfulltrúum, fyrrum borgarstjórum, fulltrúum eigenda, stjórnendum fyrirtækisins og viðskiptavinum í veiði í Elliðaárnar. Boðsgestum Orkuveitunnar stendur oftar en ekki til boða leiðsögn reyndra veiðimanna og ósjaldan er boðið upp á veitingar í tengslum við veiðina. Samkvæmt Eiríki er gestum oftar boðið upp á veitingar í veiðihúsi Stangveiðifélags Reykjavíkur en húsnæði Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Eftirfarandi borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurn Vísis: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem fyrrverandi borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Ólafur F. Magnússon. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Dagur B. Eggertsson. Fór í einn og hálfan dag sem fyrrverandi borgarstjóri og vegna setu í borgarráði. Sigrún Elsa Smáradóttir. Fór tvisvar í hálfan dag sem borgarfulltrúi og vegna setu í stjórn OR. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fór í hálfan dag sem borgarfulltrúi. Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Frímannsdóttir, Oddný Sturludóttir, Svandís Svavarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson þáðu ekki boð Orkuveitunnar um veiði í Elliðaánum. Júlíus, Svandís og Þorleifur tóku að auki fram að þau hefðu aldrei þegið boð um veiði í ánni. Ólafur tekur fram að vegna starfa sinna sem borgarstjóri hafi honum í sumar verið boðið oftar en undanfarin ár að veiða í Elliðaám. Hann óskaði eftir að koma því á framfæri að hann hafi ekki þegið boð Orkuveitunnar síðastliðin tvö ár. Ólafur segir að ekki sé um nein óeðlileg hagsmunatengsl að ræða þar sem Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Hefði svo verið hefði hann ekki þegið umrædd boð. Þvert á móti segist Ólafur hafa barist gegn sjálftöku og spillingu innan borgarinnar. - Eftir að fréttin birtist hafði ritari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur samband við Vísi og sagði að Hanna Birna hefur aldrei þegið boð um veiði í Elliðaám. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, og Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, eru þeir borgarfulltrúar sem fóru oftast í veiði í Elliðaárnar í sumar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir fóru þeir þrisvar sinnum. Vísir sendi í byrjun vikunnar öllum borgarfulltrúum í Reykjavík fyrirspurn þar sem spurt var hversu oft Orkuveitan hefði boðið viðkomandi í veiði í sumar og hversu oft viðkomandi hefði þegið boðið. Ellefu borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurninni en fjórir svöruðu ekki tölvupóstinum þrátt fyrir ítrekun. Í þeim hópi voru Hanna Birna Kristjándóttir borgarstjóri, Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, Gísli Marteinn Baldursson, varaforseti borgarstjórnar, og Kjartan Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Sitjandi borgarstjóri opnar Elliðaárnar árlega í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur. Þá er einnig hefð fyrir því að öllum borgarfulltrúum standi til boða að veiða í ánni í boði Orkuveitunnar en þeir fá þó misjafnlega mörg boð. Einnig er sitjandi borgarstjóra og forverum hans á stóli borgarstjóra boðið að veiða í ánni á sérstökum borgarstjóradegi. Ólíkur fjöldi boða til borgarfullrúa skýrist af því hvort þeir sitji einnig í borgarráði og stjórn Orkuveitunnar, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingarfulltrúa fyrirtækisins. Átta daga í sumar bauð Orkuveitan borgarfulltrúum, fyrrum borgarstjórum, fulltrúum eigenda, stjórnendum fyrirtækisins og viðskiptavinum í veiði í Elliðaárnar. Boðsgestum Orkuveitunnar stendur oftar en ekki til boða leiðsögn reyndra veiðimanna og ósjaldan er boðið upp á veitingar í tengslum við veiðina. Samkvæmt Eiríki er gestum oftar boðið upp á veitingar í veiðihúsi Stangveiðifélags Reykjavíkur en húsnæði Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Eftirfarandi borgarfulltrúar svöruðu fyrirspurn Vísis: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem fyrrverandi borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Ólafur F. Magnússon. Fór tvisvar í hálfan dag og einu sinni í heilan dag sem borgarstjóri, borgarfulltrúi og vegna setu í borgarráði. Dagur B. Eggertsson. Fór í einn og hálfan dag sem fyrrverandi borgarstjóri og vegna setu í borgarráði. Sigrún Elsa Smáradóttir. Fór tvisvar í hálfan dag sem borgarfulltrúi og vegna setu í stjórn OR. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fór í hálfan dag sem borgarfulltrúi. Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Frímannsdóttir, Oddný Sturludóttir, Svandís Svavarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson þáðu ekki boð Orkuveitunnar um veiði í Elliðaánum. Júlíus, Svandís og Þorleifur tóku að auki fram að þau hefðu aldrei þegið boð um veiði í ánni. Ólafur tekur fram að vegna starfa sinna sem borgarstjóri hafi honum í sumar verið boðið oftar en undanfarin ár að veiða í Elliðaám. Hann óskaði eftir að koma því á framfæri að hann hafi ekki þegið boð Orkuveitunnar síðastliðin tvö ár. Ólafur segir að ekki sé um nein óeðlileg hagsmunatengsl að ræða þar sem Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Hefði svo verið hefði hann ekki þegið umrædd boð. Þvert á móti segist Ólafur hafa barist gegn sjálftöku og spillingu innan borgarinnar. - Eftir að fréttin birtist hafði ritari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur samband við Vísi og sagði að Hanna Birna hefur aldrei þegið boð um veiði í Elliðaám.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira