Innlent

Bætur til Breiðavíkurdrengja minni en vænst var

Bætur til þeirra sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu sem drengir, á árunum 1959-1972, verða frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir. Breiðavíkursamtökin telja eðlilegt að hver maður fái um 25-30 milljónir í sinn hlut, eftir því sem fram kom í fréttum Ríkissjónvarpins. Þar kom fram að unnið væri að frumvarpi um greiðslu bóta til mannanna.

Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnti umfangsmikla skýrslu um starfsemi Breiðavíkurheimilisins fyrr á árinu. Í skýrslunni kemur fram að þeir drengir sem voru vistaðir á heimilinu hefðu sætt illri meðferð og margvíslegu ofbeldi.

Þegar skýrslan kom út sagði Geir Haarde að þeir sem hefðu verið vistaðir á heimilinu fengu bætur, samkvæmt frumvarpi sem lagt yrði fram í þinginu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×