Skorað á karlinn Árna að hlusta á eðlilegar launakröfur kvenna 4. september 2008 10:55 MYND/Anton Skorað var á karlinn Árni Mathiesen fjármálaráðherra að hlusta á konurnar sem krefjast eðilegra launa í umræðum á Alþingi í morgun um kjaradeilu ljósmæðra. Formaður heilbrigðisnefndar þingsins sagði óviðunandi að störf ljósmæðra væru metin til tugþúsunda lægri launa en karlastétta hjá ríkinu. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænana, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og minnti á að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefði sagt í gær að hann vonaði að ekki kæmi til verkfalls ljósmæðra. Það hefði engu að síður skollið á. Sagði Katrín deiluna ekki aðeins snúast um kjör ljósmæðra heldur öryggi verðandi mæðra því þjónusta við þær væri nú skert. Spurði hún Ástu Möller, formann heilbrigðisnefndar, hvernig nefndin myndi beita sér í málinu og minnti á að fleiri verkföll væru yfirvofandi hjá ljósmæðrum. Eðlilegar kröfur ljósmæðra Ásta Möller svaraði því til að hún hlyti að lýsa vonbrigðum með að til verkfalls hefði komið. Kröfur ljósmæðra væru á rökum reistar og það væri ekki viðunandi að störf kvennastétta væru metin til tugaþúsunda lægri launa en karlastétt. Þetta væru slæm skilaboð til kvenna sem vildu læra ljósmæðrafræði. Þá sagði Ásta að ljósmæður byndu miklar vonir við ákvæði stjórnarsáttmálans um að laun kvennastétta yrðu leiðrétt og sagðist hún fagna því að nefnd fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra myndi skila niðurstöðum um aðgerðir í haust. Sagði hún enn fremur að bæði fulltrúar ljósmæðra og stofnana hefðu sýnt mikla ábyrgð við þessar aðstæður og að barnshafandi konur gætu gengið að öruggri þjónustu. Jóhanna komi úr felum Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, benti á að þegar BSRB hefði í vor gert samninga við ríkið þá hefði ekki verið hægt að leiðrétta kjör kvenna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefði sagt að það myndi reyna á stjórnarsáttmálann varðandi þetta mál. Þá hefði hún einnig sagt að það yrði að lyfta konum upp í launum án þess að karlarnir fylgdu eftir. Siv sagði Ástu Möller segja að kjör ljósmæðra væru ekki viðunandi en flokksbróðir hennar Árni Mathiesen fjármálaráðherra segði efnahagsástandið of erfitt til þess að leiðrétta kjör ljósmæðra. Skoraði Siv á karlinn Árna Mathiesen að hlusta á konurnar sem krefðust eðlilegra launa og sömuleiðis að hlusta á konuna Ástu Möller sem segði að ástandið væri ekki viðunandi. Þá skoraði Siv á Jóhönnu Sigurðardóttur að fela sig ekki heldur stíga fram og þrýsta á fjármálaráðherra. Innbyggt óréttlæti ekki leiðrétt í einni svipan Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði engan deila um að staðan væri alvarleg og hún tók undir með öðrum þingmönnum að það væri óviðunandi að störf ljósmæðra væri ekki metin að verðleikum. Sagðist hún telja út frá mikilli reynslu sinni hjá borginni að þar sem vilji væri til að leiðrétta væri vegur. Það væri pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til að leiðrétta kjör kvennastétta en innbyggt óréttlæti yrði ekki leiðrétt í einni svipan. Málið yrði tekið fyrir á jafnréttisþingi í haust þar sem kynntar yrðu tímasettar aðgerðir. Steinunn Valdís sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í morgun og að hún treysti því að deilan leystist á næstu dögum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Skorað var á karlinn Árni Mathiesen fjármálaráðherra að hlusta á konurnar sem krefjast eðilegra launa í umræðum á Alþingi í morgun um kjaradeilu ljósmæðra. Formaður heilbrigðisnefndar þingsins sagði óviðunandi að störf ljósmæðra væru metin til tugþúsunda lægri launa en karlastétta hjá ríkinu. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænana, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og minnti á að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefði sagt í gær að hann vonaði að ekki kæmi til verkfalls ljósmæðra. Það hefði engu að síður skollið á. Sagði Katrín deiluna ekki aðeins snúast um kjör ljósmæðra heldur öryggi verðandi mæðra því þjónusta við þær væri nú skert. Spurði hún Ástu Möller, formann heilbrigðisnefndar, hvernig nefndin myndi beita sér í málinu og minnti á að fleiri verkföll væru yfirvofandi hjá ljósmæðrum. Eðlilegar kröfur ljósmæðra Ásta Möller svaraði því til að hún hlyti að lýsa vonbrigðum með að til verkfalls hefði komið. Kröfur ljósmæðra væru á rökum reistar og það væri ekki viðunandi að störf kvennastétta væru metin til tugaþúsunda lægri launa en karlastétt. Þetta væru slæm skilaboð til kvenna sem vildu læra ljósmæðrafræði. Þá sagði Ásta að ljósmæður byndu miklar vonir við ákvæði stjórnarsáttmálans um að laun kvennastétta yrðu leiðrétt og sagðist hún fagna því að nefnd fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra myndi skila niðurstöðum um aðgerðir í haust. Sagði hún enn fremur að bæði fulltrúar ljósmæðra og stofnana hefðu sýnt mikla ábyrgð við þessar aðstæður og að barnshafandi konur gætu gengið að öruggri þjónustu. Jóhanna komi úr felum Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, benti á að þegar BSRB hefði í vor gert samninga við ríkið þá hefði ekki verið hægt að leiðrétta kjör kvenna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefði sagt að það myndi reyna á stjórnarsáttmálann varðandi þetta mál. Þá hefði hún einnig sagt að það yrði að lyfta konum upp í launum án þess að karlarnir fylgdu eftir. Siv sagði Ástu Möller segja að kjör ljósmæðra væru ekki viðunandi en flokksbróðir hennar Árni Mathiesen fjármálaráðherra segði efnahagsástandið of erfitt til þess að leiðrétta kjör ljósmæðra. Skoraði Siv á karlinn Árna Mathiesen að hlusta á konurnar sem krefðust eðlilegra launa og sömuleiðis að hlusta á konuna Ástu Möller sem segði að ástandið væri ekki viðunandi. Þá skoraði Siv á Jóhönnu Sigurðardóttur að fela sig ekki heldur stíga fram og þrýsta á fjármálaráðherra. Innbyggt óréttlæti ekki leiðrétt í einni svipan Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði engan deila um að staðan væri alvarleg og hún tók undir með öðrum þingmönnum að það væri óviðunandi að störf ljósmæðra væri ekki metin að verðleikum. Sagðist hún telja út frá mikilli reynslu sinni hjá borginni að þar sem vilji væri til að leiðrétta væri vegur. Það væri pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til að leiðrétta kjör kvennastétta en innbyggt óréttlæti yrði ekki leiðrétt í einni svipan. Málið yrði tekið fyrir á jafnréttisþingi í haust þar sem kynntar yrðu tímasettar aðgerðir. Steinunn Valdís sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í morgun og að hún treysti því að deilan leystist á næstu dögum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent