Bílasali sakar samkeppnisaðila um brot á neytendalögum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 4. september 2008 13:13 Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðarins. MYND/Bílamarkaðurinn „Aðferðir Bílalands (Bílaoutlet) eru að hækka ásett verð bifreiða upp og sýna sem hæstan afslátt við sérstakt verð sem er að svínnvirka hjá þeim," segir Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, og telur að með þessu brjóti Bílaland neytendalög. Hann telur ekki að öll kurl séu komin til grafar í málinu sem Vísir tók fyrir um helgina og fjallar um verðlagningu notaðra bifreiða hjá Bílalandi sem einnig gengur undir heitinu Bílaoutlet og selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á fréttirnar sem birtust um helgina. Þar var Þröstur reyndar ranglega titlaður framkvæmdastjóri Bílamarkaðarins. „Bílamarkaðurinn tók sjö bifreiðar á bílaplani Bílalands og bar saman ásett verð þeirra í dag og fyrr í sumar," útskýrir Þröstur. „Aðeins ein af þeim var með sama ásetta verð og fyrr í sumar, hinar sex höfðu verið hækkaðar upp. Búið var að hækka ásett verð gluggaspjalda frá 110 þúsund krónum og upp í allt að 340 þúsund miðað við eldra verð og var verð ódýrustu bifreiðarinnar 870 þúsund krónur og þeirrar dýrustu 5.150 þúsund," segir Þröstur enn fremur. Hann bætir því við að þeir hafi sett upplýsingar um þessar bifreiðar inn á heimasíðu Bílamarkaðarins þar sem sjá megi dæmin svart á hvítu. Varðar við lög 57/2005 Þröstur segir niðurstöðuna vera þá að Bílaland sýni hæsta mögulega og oft á tíðum mun hærra ásett verð en almennt tíðkist á markaðnum. Þannig sýnist væntanlegum kaupendum afslátturinn mjög hagstæður en í raun sé hann lítill. „Við viljum benda eftirlitsaðilum á að þetta kunni að varða við neytendalög en um útsölur og tilboð er fjallað í 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins,“ bendir Þröstur á en greinin hljómar svo: „Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þess skal gætt að greinilegt sé með verðmerkingum hvert hið upprunalega verð vörunnar var.“ Kvarta ekki yfir verðinu sem slíku „Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Verðlækkun verður þannig að felast í því að seljandi bjóði vöru á lægra verði en hann selur sams konar vöru venjulega á. Hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það myndi slíkt brjóta í bága við ákvæði lagagreinarinnar," segir Þröstur. Hann tekur sérstaklega fram að þeir Bílamarkaðsmenn séu ekki að kvarta yfir verði Bílalands sem slíku heldur sé það aðferðafræðin sem sé til þess fallin að blekkja neytendur. „Fólk kemur í blindni inn til stóru umboðanna og treystir þeim eins og nýju neti. Það á viðskipti óhikað án þess að kanna bílaverð til hlítar, kannski oft öfugt við það sem gerist hjá okkur [minni bílasölunum]," segir Þröstur. Stóru umboðin stjórna Bíló og Bílgreinasambandinu „Einnig vil ég benda þjóðinni á það að sömu eigendur stóru bílaumboðanna eru í stjórnum og nefndum Bílgreinasambandsins sem heldur utan um meðal annars viðmiðunarverðsforritið Bíló sem við vinnum eftir til að finna mögulegt listaverð bifreiða. Ingvar Helgason og B&L eru meðal fárra fyrirtækja sem selja nýja bíla og notaða sem sýnir aðeins viðmiðunarverð en ekki raunverð allra bifreiða sinna í útreikningsforriti Bílgreinasambandsins," segir Þröstur. Hann spyr hvort ekki væri ráðlegt að hlutlausir aðila sæju um slíkt og eftirlit yrði gert skilvirkara og þar með kæmist starf bílasala almennt á mun hærra plan og klykkir út með því að væntanleg „gylliboð" fleiri bílaumboða muni dynja á þjóðinni á komandi mánuðum. Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. 31. ágúst 2008 20:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
„Aðferðir Bílalands (Bílaoutlet) eru að hækka ásett verð bifreiða upp og sýna sem hæstan afslátt við sérstakt verð sem er að svínnvirka hjá þeim," segir Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, og telur að með þessu brjóti Bílaland neytendalög. Hann telur ekki að öll kurl séu komin til grafar í málinu sem Vísir tók fyrir um helgina og fjallar um verðlagningu notaðra bifreiða hjá Bílalandi sem einnig gengur undir heitinu Bílaoutlet og selur notaða bíla fyrir Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Neðst á þessari síðu er hlekkur sem vísar á fréttirnar sem birtust um helgina. Þar var Þröstur reyndar ranglega titlaður framkvæmdastjóri Bílamarkaðarins. „Bílamarkaðurinn tók sjö bifreiðar á bílaplani Bílalands og bar saman ásett verð þeirra í dag og fyrr í sumar," útskýrir Þröstur. „Aðeins ein af þeim var með sama ásetta verð og fyrr í sumar, hinar sex höfðu verið hækkaðar upp. Búið var að hækka ásett verð gluggaspjalda frá 110 þúsund krónum og upp í allt að 340 þúsund miðað við eldra verð og var verð ódýrustu bifreiðarinnar 870 þúsund krónur og þeirrar dýrustu 5.150 þúsund," segir Þröstur enn fremur. Hann bætir því við að þeir hafi sett upplýsingar um þessar bifreiðar inn á heimasíðu Bílamarkaðarins þar sem sjá megi dæmin svart á hvítu. Varðar við lög 57/2005 Þröstur segir niðurstöðuna vera þá að Bílaland sýni hæsta mögulega og oft á tíðum mun hærra ásett verð en almennt tíðkist á markaðnum. Þannig sýnist væntanlegum kaupendum afslátturinn mjög hagstæður en í raun sé hann lítill. „Við viljum benda eftirlitsaðilum á að þetta kunni að varða við neytendalög en um útsölur og tilboð er fjallað í 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins,“ bendir Þröstur á en greinin hljómar svo: „Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þess skal gætt að greinilegt sé með verðmerkingum hvert hið upprunalega verð vörunnar var.“ Kvarta ekki yfir verðinu sem slíku „Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Verðlækkun verður þannig að felast í því að seljandi bjóði vöru á lægra verði en hann selur sams konar vöru venjulega á. Hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það myndi slíkt brjóta í bága við ákvæði lagagreinarinnar," segir Þröstur. Hann tekur sérstaklega fram að þeir Bílamarkaðsmenn séu ekki að kvarta yfir verði Bílalands sem slíku heldur sé það aðferðafræðin sem sé til þess fallin að blekkja neytendur. „Fólk kemur í blindni inn til stóru umboðanna og treystir þeim eins og nýju neti. Það á viðskipti óhikað án þess að kanna bílaverð til hlítar, kannski oft öfugt við það sem gerist hjá okkur [minni bílasölunum]," segir Þröstur. Stóru umboðin stjórna Bíló og Bílgreinasambandinu „Einnig vil ég benda þjóðinni á það að sömu eigendur stóru bílaumboðanna eru í stjórnum og nefndum Bílgreinasambandsins sem heldur utan um meðal annars viðmiðunarverðsforritið Bíló sem við vinnum eftir til að finna mögulegt listaverð bifreiða. Ingvar Helgason og B&L eru meðal fárra fyrirtækja sem selja nýja bíla og notaða sem sýnir aðeins viðmiðunarverð en ekki raunverð allra bifreiða sinna í útreikningsforriti Bílgreinasambandsins," segir Þröstur. Hann spyr hvort ekki væri ráðlegt að hlutlausir aðila sæju um slíkt og eftirlit yrði gert skilvirkara og þar með kæmist starf bílasala almennt á mun hærra plan og klykkir út með því að væntanleg „gylliboð" fleiri bílaumboða muni dynja á þjóðinni á komandi mánuðum.
Tengdar fréttir Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18 Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. 31. ágúst 2008 20:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30. ágúst 2008 10:18
Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. 31. ágúst 2008 20:31