Strætó fær rauða akrein 4. september 2008 10:20 Malbikunarframkvæmdir fara fram í dag á Miklubraut þar sem verið er að malbika sérakrein fyrir strætisvagna með rauðu malbiki. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem notað er rautt sérinnflutt granít frá Skotlandi. Malbikið er blandað járnoxíði þannig að sem rauðastur litur fáist á yfirborð vegarins. „Með þessu er verið að tryggja að rauði liturinn haldist þegar malbikið slitnar," segir Ólafur Ólafsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að akreinin sem um ræðir sé sérakrein fyrir strætisvagna á norðurakbraut frá Skeiðarvogi að göngubrú yfir Miklubraut til móts við Kringluna. „Einnig verða hægri beygjuvasar af Miklubraut inn á Grensásveg og Háaleitisbraut lengdir og hliðrað til norðurs. Allar lagnir umferðarljósa á gatnamótum Miklubrautar við Grensásveg og Háaleitisbraut verða endurnýjaðar ásamt umferðareyjum og umferðarljós verða færð til og endurnýjuð. Jafnframt er unnið að endurnýjun gönguleiða á gatnamótum. Settar hafa verið upp götuvitabrýr yfir Miklubraut á þessum sömu gatnamótum og eykur það öryggi vegfarenda. Niðurföll hafa verið endurnýjuð í norðurkanti Miklubrautar og regnvatnslagnir að hluta. Hljóðmön verður gerð norðan Miklubrautar frá Grensásvegi að göngubrú við Kringlu." Þá segir einnig að verkið hafi tekið lengri tíma en áætlað var og er nú gert ráð fyrir verklokum um miðjan september. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Malbikunarframkvæmdir fara fram í dag á Miklubraut þar sem verið er að malbika sérakrein fyrir strætisvagna með rauðu malbiki. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem notað er rautt sérinnflutt granít frá Skotlandi. Malbikið er blandað járnoxíði þannig að sem rauðastur litur fáist á yfirborð vegarins. „Með þessu er verið að tryggja að rauði liturinn haldist þegar malbikið slitnar," segir Ólafur Ólafsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að akreinin sem um ræðir sé sérakrein fyrir strætisvagna á norðurakbraut frá Skeiðarvogi að göngubrú yfir Miklubraut til móts við Kringluna. „Einnig verða hægri beygjuvasar af Miklubraut inn á Grensásveg og Háaleitisbraut lengdir og hliðrað til norðurs. Allar lagnir umferðarljósa á gatnamótum Miklubrautar við Grensásveg og Háaleitisbraut verða endurnýjaðar ásamt umferðareyjum og umferðarljós verða færð til og endurnýjuð. Jafnframt er unnið að endurnýjun gönguleiða á gatnamótum. Settar hafa verið upp götuvitabrýr yfir Miklubraut á þessum sömu gatnamótum og eykur það öryggi vegfarenda. Niðurföll hafa verið endurnýjuð í norðurkanti Miklubrautar og regnvatnslagnir að hluta. Hljóðmön verður gerð norðan Miklubrautar frá Grensásvegi að göngubrú við Kringlu." Þá segir einnig að verkið hafi tekið lengri tíma en áætlað var og er nú gert ráð fyrir verklokum um miðjan september.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira