Innlent

Vona að Íslendingurinn í Kína verði látinn laus á morgun

Guangzhou
Guangzhou

Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu er vonast til þess að íslenskur ríkisborgari sem verið hefur í haldi kínverskra yfirvalda síðan 23 ágúst verði látinn laus á morgun.

Íslendingurinn, sem er fæddur árið 1981, hefur verið við nám í Guangzhou borg í Kína síðasta eina og hálfa árið en hann var handtekinn eftir að í ljós kom að dvalarleyfi hans var útrunnið.

Að sögn Urðar hefur utanríkisþjónustan fylgst grannt með gangi mála og þar er vonast til að Íslendingurinn verði látinn laus á morgun. Honum verður þá að öllum líkindum vísað úr landi.

Vísir hefur engar upplýsinga um aðstæður mannsins, sem þurft hefur að dúsa í kínversku fangelsi í 12 daga, en að sögn Urðar eru þær þolanlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×