Innlent

„Þeir geta troðið þessum bótum upp í rassgatið á sér"

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Þorleifur Þ. Gunnarsson.
Þorleifur Þ. Gunnarsson.
„Ef kerfið heldur að það að henda einhverjum smáaurum á borðið lagi hlutina þá er það ekki svo," segir Þorleifur Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi vistmaður í Breiðavík.

Í frumvarpi, sem forsætisráðherra er með í smíðum, er gert ráð fyrir að bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á árunum 1959-1972 verði á bilinu 375 þúsund krónur, upp í rúmar 2 milljónir.

„Lægstu bæturnar eru á við tvenn mánaðarlaun verkamanns. Sumir dvöldu á Breiðavík í sex mánuði, sumir í fjögur ár," segir Þorleifur. Honum gremst fjárhæðin og segir marga strákanna eiga meira skilið. Þeir bíði vistarinnar aldrei bætur. „Aftur á móti voru margir af strákunum bara að leita að viðurkenningu á því að þetta væri ekki rétt og þeir hafa ekki fengið hana heldur," segir Þorleifur.

Hann tekur fram að sjálfur hafi hann engan áhuga á bótum, enda hafi hann verið einn af þeim sem slapp vel. „Ég hef engan áhuga á þessum peningum," segir Þorleifur. „Þeir geta tekið þessar bætur og troðið þeim upp í rassgatið á sér."



Þorleifur var níu ára árið 1967 þegar hann var tekinn af heimili sínu á Norðfirði og fluttur á Breiðavík. Að eigin sögn vegna þess að hann hafi verið snarvitlaus ormur. Hann var ellefu ára þegar hann losnaði, og segist sjálfur hafa sloppið vel frá vistinni. Hann hafi ekki verið misnotaður kynferðislega eins og margir drengirnir lentu í, en illa hafi verið farið með hann á annan hátt. Hann hafi verið rændur nítján mánuðum með fjölskyldu sinni á viðkvæmum tíma.

Eftir vistina í Breiðavík fluttir Þorleifur til Ástralíu með fjölskyldu sinni. Hann hefur einu sinni komið til Íslands síðan þá, í viku fyrir nokkrum árum. Hann þakkar flutningunum meðal annars það að hann hafi sloppið jafn vel og raun ber vitni frá dvölinni á Breiðavík. „Ég á Breiðavík ekki að þakka hvað ég er í dag. Ég var heppinn." Í Ástralíu lifi Þorleifur venjulegu lífi, hefur verið giftur í 24 ár og á tvo syni, 18 og 20 ára. Margir Breiðavíkurdrengjanna eru ekki svo lánsamir.

„Ef ég hefði farið aftur til Norðfjarðar hefði ég verið stimplaður vandræðagemlingur," segir Þorleifur og bætir við að erfitt sé að losna við þann stimpil í litlu samfélagi. Hann segir að margra drengjanna hafi ekki beðið neitt nema gatan að vistinni lokinni. Ekkert kerfi hafi tekið á móti þeim. „Margir urðu fyrir miklum skaða. Sumir fyrirfóru sér, sumir drukku sér til óbóta," segir Þorleifur. „Það eru engir peningar sem bæta þessar skemmdir."




Tengdar fréttir

Láku drögum að frumvarpi til að hafa áhrif

Bárður Ragnar Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna, segist ekki hafa rofið trúnað með því að leka drögum að frumvarpi um sanngirnisbætur til handa Breiðavíkurdrengjum til fjölmiðla.

Breiðavíkurdrengir hafna tilboði ríkisstjórnarinnar

„Við höfnum þessu tilboði ríkisstjórnarinnar. Okkur finnst þetta svívirðileg skömm að þeir skuli gera okkur þetta tilboð,“ segir Georg Viðar Björnsson, varaformaður í Breiðavíkursamtökunum.

Bætur til Breiðavíkurdrengja minni en vænst var

Bætur til þeirra sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu sem drengir, á árunum 1959-1972, verða frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir, eftir því sem fram kom í fréttum Ríkissjónvarpins.

Harmar að Breiðavíkursamtökin hafi kynnt frumvarpsdrög um bætur

Forsætisráðuneytið harmar að Breiðavíkursamtökin skuli hafa valið þá leið að kynna fyrirliggjandi drög að frumvarpi um bætur til fyrrverandi vistmanna á Breiðavík í fjölmiðlum án þess að leita samþykkis eða samráðs um slík. Þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins og þar er jafnframt sagt að frumvarpsdrögin séu vinnuskjal.

Spurt um Breiðavíkurmálið í borgarráði

Á borgarráðsfundi sem lauk á tólfta tímanum í dag lögðu fulltrúar minnihlutans í ráðinu fram fyrirspurn sem snýr að afdrifum Breiðavíkurmálsins svokallaða í borgarkerfinu. Í mars var samþykkt að taka málið til ítarlegrar skoðunnar innan borgarinnar og vilja minnihlutamenn nú fá að vita hvernig þeirri úttekt hefur miðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×