Innlent

Svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

Það fjölgar stöðugt í stuðningsmannahópi ljósmæðra því nú hafa svæfingahjúkrunarfræðingar og skurðhjúkrunarfræðingar á Landspítalanum í Fossvogi lýst yfir fullum stuðningi við baráttu ljósmæðra.

Í yfirlýsingu frá þeim kemur fram að réttlát leiðrétting á launakjörum þar sem menntun sé metin að verðleikum sé nauðsynleg til að tryggja áfram góða heilbrigðisþjónustu og nýliðun í þeim stéttum sem við hana starfa. Er skorað á stjórnvöld að efna loforð stjórnarsáttmálanns um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Í gær lýstu meðal annars fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á kvennadeild Landspítalans og á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins yfir stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og mæltust til að samið yrði við þær sem fyrst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×