Innlent

Enn fundað í Karphúsinu

Við Karphúsið í morgun.
Við Karphúsið í morgun. MYND/Stöð 2

Samningafundur Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins, sem hófst klukkan tíu í morgun, stendur enn.

Hann fer fram hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni og er reynt að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning og binda þannig enda á verkfallsaðgerðir ljósmæðra sem hófust á miðnætti.

Talið er að á bilinu 100-150 manns, bæði ljósmæður og nýbakaðar og verðandi mæður og feður, hafi komið saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í morgun til þess að láta í ljós stuðning sinn við kröfur ljósmæðra. Þær hljóða upp á 24-25 prósenta launahækkun en ljósmæður segja að laun þeirra séu umtalsvert lægri en stétta hjá ríkinu með sambærilega menntun að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×