Stjórn Landsvirkjunar einhuga um nafnleynd Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. september 2008 11:36 Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður Landsvirkjunar. Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel." Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Að fenginni reynslu þá vitum við að ýmsir öflugir stjórnendur eiga erfitt með að sækja um þegar upplýsingar eru gefnar upp um umsóknir. Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf," segir Ingimundur. Staða forstjóra Landsvirkjunar var auglýst til umsóknar um helgina en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Sjálfur var Friðrik ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999. Fram kom í auglýsingunni um helgina að farið verði með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendum um forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var einnig heitið trúnaði og nafnleynd. Í samtali við Vísi fyrr í vikunni gagnrýndi Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stjórnir fyrirtækjanna harðlega. Hún segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. Ingimundur segir að ráðningarferlið verði ekki gegnsærra með því að gert verði opinbert hverjir sækja um stöðuna. ,,Ákvörðun um ráðningu forstjóra byggir að stórum hluta á huglægu mati sem erfitt er að gera gegnsætt," segir Ingimundur og bætir við að ákvörðun stjórnarinnar stangist ekki á við lög um Landsvirkjun og lög um opinbera starfsmenn. Ingimundur á von á því að greint verði frá fjölda þeirra sem sækja um forstjórastöðuna. Undanfarin misseri hafa ýmsir verið nefndir sem eftirmenn Friðriks sem forstjóri Landsvirkjunar. Spurður hvort að umræðan skaði að einhverju leyti fyrirtækið segir Ingimundur svo ekki vera. ,,Ég get ekki lagt mat á það hvort að umræða sé góð eða slæm. Ég hef ekki orðið sérstaklega var við að hún hafi komið fyrirtækinu illa hvort sem að öflugir sjálfstæðismenn hafi verið tengdir umræðu um stöðu forstjóra Landsvirkjunar eða einhverjir aðrir." Aðspurður hvort að hann hafi viljað að Friðrik sæti áfram sem forstjóri Landsvirkjunar segist Ingimundur hafa viljað vinna með honum áfram. ,,Friðrik hefur að mínu mati staðið sig feykivel."
Tengdar fréttir Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41 Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. 1. september 2008 15:41
Nafnleynd umsækjenda ámælisverð Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar." 2. september 2008 11:16