Innlent

Ákærð fyrir að kýla og klóra lögreglukonu

Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð að ráðast á tvær aðrar konur en önnur þeirra er lögregluþjónn.

Samkvæmt ákæru sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á hin ákærða að hafa rifið í hár kynsystur sinnar, slegið hana í andlitið og klórað á veitingastað.

Þá er henni gefið að sök að hafa fyrir utan veitingastaðinn rifið í hár lögreglukonunnar, slegið hana og klórað þannig að hún hlaut yfirborðsáverka á húð. Aðalmeðferð verður í málinu á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×