Innlent

Útlendingar í farbann vegna gruns um peningasvindl

MYND/Hari

Þrír útlendingar hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna farbann vegna kæra um peningasvindl í verslunum og bönkum.

Fram kemur í tilkynnningu lögreglu að þeir hafi komið hingað til lands á mánudag og eru þeir grunaðir um að beita nokkurs konar sjónhverfingum til þess af hafa peninga af starfsfólki verslana og banka.

Mennirnir munu starfa á þann hátt að koma með nokkra fimm þúsund krónu seðla og vilja láta skipta þeim í eitt þúsund krónu seðla. Svo rugla þeir öllu saman og hætta við að láta skipta fyrir sig. Í öllum ruglingnum taka þeir hluta af eins þúsund króna seðlunum og setja með þeim peningum sem þeir komu með.

Lögregla kom ábendingu um starfsaðferðir mannanna á þriðjudag og fundust mennirnir skömmu síðar í Borgarnesi og voru handteknir í kjölfar þess. Mál þeirra eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×