Innlent

Nóttin gekk vel á sjúkrahúsinu á Akureyri

Nóttin gekk vel fyrir sig á Akureyri þrátt fyrir verkfall ljósmæðra. Eitt barn fæddist á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri.

Móðirin var hraust að sjá aðeins þremur klukkstundum eftir fæðingu. Hún segist hafa kviðið fæðingunni vegna óvissunnar og segist hafa vonast til að barnið fæddist í gær. En þegar upp var staðið gekk allt vel og hún segist hafa upplifað öryggi þrátt fyrir verkfall.

Ólína Torfadóttir er framkvæmdstjóri hjúkrunar hjá sjúkrahúsi Akureyrar. Hún segir nóttina hafa gengið samkvæmt áætlun. Hún segist aðspurð vona að neyðaráætlun spítalans haldi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×