Fleiri fréttir

Páll kjörinn formaður Demyc

Páll Heimisson var kjörinn formaður Evrópusamtaka ungra hægrimanna, Demyc, á aðalfundi félagsins í gær. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að gegna þessu embætti en því hefur til dæmis gegnt Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Árásarmaðurinn fjarlægður af lögreglu en birtist aftur seinna með flösku

Vitni að árásinni í 10/11 í nótt, þegar öryggisvörður var sleginn í höfuðið með flösku, segir að árásarmaðurinn hafi verið fjarlægður úr versluninni fyrr um nóttina vegna stympinga við sama öryggisvörð en komið aftur um einum og hálfum klukkutíma síðar og ráðist aftur á sama mann.

Öryggisvörður sleginn í höfuðið

Að sögn lögreglu var tiltölulega rólegt í miðborginni í nótt. Nokkuð var þó um pústra og líkamsárásir en fjórir fóru á slysadeild til aðhlynningar eftir slagsmál.

Viðbrögð fjöldahjálpar æfð

Í dag var haldin fjöldahjálparæfing í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins, starfsfólk skólans og lögreglan æfðu móttöku íbúa úr tveimur fjölbýlishúsum sem átti að hafa kviknað í.

Fuglaflensa hreiðrar um sig í Egyptalandi

Egypskur karlmaður lést í dag af völdum H5N1 afbrigði fuglaflensu. Þar með hafa 21 manns látið lífið af völdum fuglaflensu í Egyptalandi undanfarin misseri.

Geir lýsti yfir óánægju með rússaflug

Forsætisráðherra segist hafa nýtt tækifærið til að lýsa yfir óánægju íslenskra stjórnvalda með rússaflug við Pútín Rússlandsforseta á fundi Atlandshafsbandalags-Rússlands ráðsins í gær.

Þúsundir gætu misst vinnuna

Þúsundir gætu misst vinnuna ef fasteignamarkaðurinn og þar með byggingariðnaðurinn stöðvast, segir langreyndur fasteignasali sem telur að fasteignaverð geti hækkað verulega ef langvarandi samdráttur verður í fasteignaviðskiptum. Frjálsi fjárfestingarbankinn er hættur að veita myntkörfulán til íbúðakaupa og veitir aðeins takmörkuð krónulán.

Banaslys i Hafnarfirði

Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bíll, sem hann var að gera við féll á hann í Hafnarfirði um hálftvö í dag. Að sögn lögreglu komu tvö vitni að manninum. Þegar lögregla kom á vettvang höfðu þau lyft bílnum upp og náð manninum undan. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn.

Allt tiltækt slökkvilið sent af stað vegna bilunar

Tilkynning barst slökkviliðinu rétt fyrir klukkan tvö í dag um að eldur væri kominn upp á Sambýli við Sogaveg og var allt tiltækt lið slökkviliðsins sent á staðinn. Þegar þangað kom kom í ljós að um bilun í brunavarnakerfi væri að ræða og enginn eldur.

Sátu föst á Fjarðarheiði

Björgunarsveitir frá Egilsstöðum björguðu farþegum úr tveim fólksbílum sem fastir voru á Fjarðarheiði um klukkan fjögur í dag. Heiðinni var lokað klukkan þrjú eftir að nokkur óhöpp urðu þar með skömmu millibili. Tveir bílar rákust á hvorn annan og sá þriðji ók á snjóruðningstæki.

Vinstri græn funda á Akureyri

Stjórn Vinstri grænna hittist á Hótel KEA á Akureyri í dag. Á fundinum var samin ályktun um um efnahagsmál, umhverfis og byggðamál.

Grundvallarbreyting í íslenskum landbúnaði

Nái nýtt frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra um nýja matvælalöggjöf fram að ganga verður leyfilegt að flytja hrátt kjöt inn í landið. Ráðherra segir að þetta yrði grundvallarbreyting í íslenskum landbúnaði

Öskrandi bongó í Bláfjöllum

"Í Bláfjöllum í dag er öskrandi bongó blíða, heiðskírt og sól, maður fengi ekki betra færi þó svo maður væri í Ölpunum,"segja starfsmenn skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Þar er nú heiðskírt, stillt veður og fínasta skíðafæri. Starfsfólkið vonast til að sem flestir mæti í fjallið í dag og njóti útiverunnar í góða veðrinu.

Hópslagsmál á Smiðjustíg

Hópslagsmál brutust út fyrir framan veitingahús á Smiðjustíg í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang var mikill æsingur og um það bil tíu manns að slást.

Stunginn í háls og síðu

Maður kom á slysadeild í nótt með stungusár á hálsi og síðu eftir átök í húsi í austurborginni. Lögreglan handtók skömmu síðar þrjá aðila þar sem grunað er að maðurinn hafi verið stunginn. Grunaður árásaraðilar eru nú fangageymslum og bíða yfirheyrslu.

Bjargað úr sjálfheldu í Esjunni

Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg sóttu í gær tvo erlenda ferðamenn sem voru í sjálfheldu í Þverfellshorni í hlíðum Esjunnar.

Hnífamenn teknir í verslun Lyfju

Lögregla handtók tvo menn í annarlegu ástandi í verslun Lyfju við Smáratorg um fjöguleytið í dag. Mennirnir slógust með hníf og ógnuðu starfsmanni verslunarinnar, sem reyndi að grípa inn í atburðarrásina.

Ekkert stöðvar Helguvík

Ekkert stöðvar álver í Helguvík úr þessu, segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hitaveita Suðurnesja telur sig eina geta útvegað næga orku til fyrsta áfanga.

Gríðarleg hækkun lána

Fyrsti apríl var dagur gleði og depurðar hjá flestu launafólki. Gleðin hríslast þegar launin birtast í heimabankanum en dvínar þegar þau hverfa í lánahítina.

Hættir verslunarrekstri 98 ára gömul

„Líkaminn er búinn að gefast upp en ekki sálin," segir Jórunn Brynjólfsdóttir tæplega 98 ára kaupmaður í Reykjavík sem hættir nú verslunarrekstri eftir tæplega fjörutíu ára starf. Hún segist sátt við að hætta og hlakkar til að geta snúið sér að lestri góðra bóka á elliheimilinu Grund.

Síðasti risaborinn að ljúka störfum

Síðasti risaborinn við Kárahnjúka lýkur borun um miðja næstu viku og verður þá byrjað að hluta hann í sundur og undirbúa flutning úr landi. Bæjarstjóri Seyðisfjarðar kallar eftir yfirlýsingu frá ríkisstjórn um jarðgöng á Mið-Austurlandi svo forsendur skapist til að halda bornum í landinu.

Fagra Ísland niður í svelginn

Fagra Ísland er að fara niður í svelginn og Samfylkingin svíkur kosningaloforð með því að láta stóriðjustefnuna ryðjast áfram óhefta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Geir Haarde skammaði Putin

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur leikið stórt hlutverk á leiðtogafundi NATO í Búkarest. Hann hefur harðlega mótmælt auknum umsvifum bandalagsins í austurátt.

Kynbundinn launamunur 5,7%

Konur í Bandalagi háskólamanna eru að jafnaði með rúmlega 13% lægri heildarlaun en karlar, ef miðað er við fólk sem vinnur fullan vinnudag.

Vörubílstjórar og bændur teppa umferð í Ölfusi

Vörubílstjórar tefja nú umferð við Ölfusárbrú án þess þó að loka veginum alveg. Um er að ræða 20 ökutæki sem aka löturhægt eftir veginum en nú ber svo við skv. upplýsingum frá lögreglu á Selfossi að bændur taka þátt í mótmælunum en fjórar dráttarvélar með vagna eru meðal ökutækjanna.

Slasaði gæslumann á skóladansleik

Gæslumaður á skóladansleik framhaldsskóla í gærkvöld slasaðist á fæti í átökum við pilt sem neitaði að fara niður af sviði. Það gerðist þegar pilturinn var tekinn með valdi.

Mönnum í Esju bjargað giftusamlega

Tveir menn sem lentu í sjálfheldu í Esjunni fyrir skömmu eru komnir niður heilu og höldnu en eru nokkuð kaldir. „Þeir hringdu sjálfir eftir aðstoð og brugðust þannig hárrétt við í stað þess að ana út í eitthvað sem hefði getað endað verr.

Falsaðir Ferrari seljast sem ósviknir væru

Falsaðar Ferrari-bifreiðir sem lögreglan á Ítalíu lagði hald á fyrr á árinu þegar lagt var til atlögu við hóp bifreiðafalsara þykja svo vel úr garði gerðar að áhugamenn um Ferrari hafa keypt 14 af 21 bifreið sem hald var lagt á.

Björgunarsveitir aðstoða menn í Esjunni

Björgunarsveitarmenn eru nú á leið upp á Esju til að aðstoða tvo menn sem komnir eru í sjálfheldu í stórgrýttri urð í fjallinu. Gátu þeir sjálfir óskað eftir aðstoð um farsíma og eru ekki taldir í mikilli hættu.

Nýr stjórnstöðvarbíll björgunarsveita Árnessýslu

Svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu tekur formlega í notkun nýjan stjórnstöðvarbíl klukkan 16 í dag. Bíllinn, sem er af gerðinni Ford 450, er búinn fullkomnum tækjum til aðgerðastjórnunar af öllu tagi á vettvangi.

Geir og Ingibjörg ná kvöldmatnum

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra eru nú stödd í Stafangri í Noregi. Þar millilenti einkaþotan sem flutti þau á leiðtogafund Nato í Búkarest til þess að taka eldsneyti fyrir stundu.

Dómurinn hefði verið slæm tíðindi fyrir tjáningafrelsið

„Ég er mjög ánægð með niðurstöðu dómsins enda hefði verið erfitt fyrir blaðamenn að vinna vinnu sína ef við hefðum verið fundnar sekar í þessu máli og það hefði verið slæm tíðindi fyrir tjáningarfrelsi í landinu," segir Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar. Hún og Björk Eiðsdóttir blaðamaður Vikunnar voru í dag sýknaðar af meiðyrðamáli sem Ásgeir Davíðsson eigandi Goldfinger höfðaði gegn þeim, fyrir umfjöllun blaðsins um nektardansstaði.

Brot ökumanna í Garðabæ mynduð

Lögreglan myndaði brot 45 ökumanna á Bæjarbraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bæjarbraut í austurátt, milli Hofsstaðabrautar og Karlabrautar.

Sjá næstu 50 fréttir