Innlent

Ætla ekki að kaupa einkaþotu

Forsætisráðherra segir engin áform vera uppi hjá stjórnvöldum að kaupa einkaþotu. Rekstur slíkra véla sé betur komið hjá einkaaðilum

Ferð forsætisráðherra og utanríkisráðherra með til Búkarest á dögunum hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum að undanförnu en ráðherrarnir ferðuðust ásamt fylgdarliði með einkaþotu sem stjórvöld leigðu af einkafyrirtæki. Vakti ferðalagið meðal annar upp spurningar um kostnað við leigu þotunnar. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram að stjórnvöld kaupi slíka flugvél, jafnvel með forsetaembættinu, til að spara tíma og fyrirhöfn við ferðir þeirra til annarra landa. Geir H. Haarde, forsætisráðherra segir slíkt ekki vera í burðarliðnum.

Hann segir hagkvæmarar að semja við einkafyrirtæki með slík viðskipti en notkunin sé ekki svo mikil að það sé hagstætt að ríkið eigi slíka vél. Hins vegar geti verið hagkvæmt að leigja slíkar vélar einstöku sinnum en viðhald sé dýrt og því muni stjórnvöld ekki festa kaup á einkaþotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×