Innlent

Humarvertíðin fer vel af stað

Humarvertíðin við Suðurströndina fer vel af stað hjá þeim bátum, sem eru á annað borð byrjaðir.

Dæmi eru um að bátar fái hátt í tvö tonn af óslitnum humri eftir nokkurra klukkustunda tog, sem þykir mjög gott. Allur humar, sem kemur óskaddaður úr veiðarfærunum er fluttur á markað í heilu lagi, og fæst besta verðið fyrir hann. Annars eru bara halarnir hirtir.

Humarvertíðin var góð í fyrra en fyrstu dagar þessarar vertíðar lofa enn betri veiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×