Innlent

Sveppagróður í Keilisíbúðum ekki hættulegur

Í dag barst Keili niðurstaða úr rannsóknum sem bandarískt rannsóknarfyritæki gerði á sýnum sem tekin voru úr nemendaíbúð á Vallarheiði þann 28. mars síðastliðinn. Af tæplega 500 íbúðum í útleigu hefur komið upp galli í um 30 íbúðum vegna galla í eingangrun sem veldur sveppagróðri.

Tekin voru sýni íbúð þar sem myglusveppur var og send til rannsóknar í Bandaríkjunum. Niðurstaða rannsóknar á sýninu er að sveppurinn sé ekki hættulegur eins og óttast var og greint var frá í frétt 24 Stunda í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×