Innlent

Streptókokkatilfelli greinast víða

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.

Þó nokkuð hefur borið á streptókokkasýkingum í hálsi síðust vikurnar hér á landi. Haraldur Briem sóttvarnalæknir hjá vill ekki ganga svo langt að segja að um faraldur sé að ræða en hann segist hafa heyrt töluvert af þessum tilfellum undanfarið.

„Það hefur verið dálítið um þetta, sérstaklega í skólum og leikskólum. Streptókokkar eru meðhöndlaðir með pensillíni og við gerum það en förum ekki lengra en það í því að berjast við þetta," segir Haraldur.

Haraldur segir streptókokka ekki vera bráðsmitandi en helst séu börn veik fyrir að smitast, sem skýrir hversvegna meira ber á þeim í skólum og leikskólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×