Innlent

Viðbeinsbrotnaði í átökum við dyravörð

Eins og sjá má á myndinni er maðurinn illa viðbeinsbrotinn.
Eins og sjá má á myndinni er maðurinn illa viðbeinsbrotinn.

19 ára karlmaður viðbeinsbrotnaði illa í nótt þegar dyravörður á Barnum sneri hann niður í gangstéttina fyrir utan staðinn. "Þetta var eitthvað karatetrikk sem hann beitti á mig," segir maðurinn sem hyggst kæra dyravörðinn til lögreglu.

Hann segir dyravörðurinn hafi ráðist á sig og snúið sig niður að tilefnislausu. Hann hafi ekki verið ógnandi í framkomu né fasi. Undir þetta tekur vinur mannsins sem varð vitni að árásinni.

Vísir ræddi við forsvarsmenn Barsins í dag og spurði þá út í málið. Þaðan fengust þau svör að manninum hafi ekki verið hleypt inn vegna ölvuna. Hann hafi verið ósáttur við það og stuggað við dyraverðinum sem þá hafi þá brugðist við með því að snúa hann niður.

Eftir stendur að maðurinn er illa brotinn og afar ósáttur. Við Vísi í dag sagðist hann ætla að fara niður á lögreglustöð í fyrramálið og kæra dyravörðinn.

Forsvarsmenn Barsins segjast eiga atvikið á myndabandsupptöku og þeir hafi fulla trú á dyravörðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×