Innlent

Hestarnir við hestaheilsu

Lögreglan kannar aðstæður í hesthúsinu í morgun. Mynd/ Stöð2.
Lögreglan kannar aðstæður í hesthúsinu í morgun. Mynd/ Stöð2.

Átta hestar, sem björguðustu úr eldsvoða við Sörlaskjól í Hafnarfirði í morgun, eru allir heilir heilsu. Að sögn eiganda hestanna, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur dýralæknir skoðað hrossin og virðist sem tekist hafi að bjarga þeim út áður en skaði hlaust af. Eigandinn segir að hestarnir fari aftur inn í hús í kvöld þegar búið er að gera húsið tilbúið, en það var helst kaffistofan og hnakkageymslan sem skemmdist í brunanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×