Innlent

Vinnur að tillögum um aðgerðir í verðlagsmálum

MYND/GVA

Viðskiptaráðuneytið vinnur nú að tillögum um aðgerðir í verðlagsmálum sem lagðar verða fyrir ríkisstjórn innan skamms. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu.

Þar segir að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi í dag fundað með fulltrúum BSRB, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þar var rætt um horfur í verðlagsmálum og mögulega aðkomu þessara aðila að átaki gegn aukinni verðbólgu.

Ráðherra hefur fundað að undanförnum með nokkrum aðilum vegna fregna af hækkandi verði á vörum og átti hann í síðustu viku fund með fulltrúum verslunarinnar og hagsmunahópum neytenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×