Innlent

Öryggisvörðurinn kominn með hreyfigetu á ný

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10/11, segir að reynt sé að manna verslanir eins vel og þörf þyki til að tryggja öryggi starfsmanna.

Í fyrrinótt var öryggisvörður í 10/11 verslun í Austurstræti sleginn með glerflösku í höfuðið með þeim afleiðingum að það blæddi inn á heila mannsins og lamaðist hann tímabundið vegna þessa.

„Þessir starfsmenn sem eru að vinna þessar nætur eru allir búnir öryggisbúnaði og þar að auki er alltaf vaktstjóri sem á að aðstoða ef eitthvað kemur upp á," segir Sigurður. Hann segir að vaktstjórinn hafi verið í Austurstræti þegar árásin varð og á þeim tíma hafi verið fjórir starfsmenn í versluninni.

Sigurður segir allt benda til þess að öryggisvörðurinn sé á batavegi. Hann sé kominn með hreyfingar í alla útlimi og byrjaður að tala. „Staðan er þannig í augnablikinu að þetta lítur nokkuð vel út," segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×