Innlent

Reykjarmökkur gaus upp í ofhlaðinni lyftu

Slökkvilið að störfum. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Slökkvilið að störfum. Myndin tengist ekki þessari frétt.

Ellefu manns voru í lyftu í sjúkrastofnun á höfuðborgarsvæðinu á föstudag þegar lyftumótorinn brann yfir og rafmagn sló út. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gaus reykjarmökkur upp í lyftunni en hún var ekki lögð af stað og komst fólkið fljótlega út.

Burðargeta lyftunnar miðast við sex manns og má rekja atvikið til þess að of margir voru í henni. Loka þurfti nálægri götu um stund þar sem slökkvilið var kallað á vettvang. Engin slys urðu á fólki en nokkurn tíma tók að koma lyftunni í samt lag á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×