Innlent

Árni Gunnarsson nýr formaður SAF

Árni Gunnarsson.
Árni Gunnarsson.

Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, hefur tekið við formennsku Samtaka ferðaþjónustunnar en hann var kosinn í stöðuna á aðalfundi samtakanna 3. apríl sl. Jón Karl Ólafsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann gegndi formennsku SAF síðustu fimm ár.

„Árni er þriðji formaður samtakanna frá upphafi og það er nú gaman að segja frá því að hann er ferðaþjónustumaður af þriðju kynslóð en afi hans var Guðmundur Jónasson [stofnandi Guðmundar Jónassonar hf.]," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, og bætir því við að Árni hafi starfað við ferðaþjónustu nær alla tíð, bæði hérlendis og erlendis.

Samtök ferðaþjónustunnar eru vinnuveitendasamtök og hluti af Samtökum atvinnulífsins. Undir samtökin heyra öll fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu, s.s. flugfélög, ferðaskrifstofur, hótel veitingahús o.fl. Jón Karl Ólafsson, fráfarandi formaður SAF, sat í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×