Innlent

Öryggisvörður á góðum batavegi

MYND/GVA

Öryggisvörðurinn sem ráðist var á í verslun 10-11 í Austurstræti í fyrrinótt er á góðum batavegi og verður að líkindum fluttur á almenna deild í dag. Þetta segir vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans en þar hefur maðurinn dvalið síðastliðinn sólarhring.

Ungur karlmaður réðst á öryggisvörðinn með glerflösku og sló hann í höfuðið með þeim afleiðingum að það blæddi inn á heila mannsins og lá hann um tíma þungt haldinn á gjörgæslu.

Maðurinn sem grunaður er um árásina var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag enda telst árásin hafa verið lífshættuleg. Árásarmaðurinn virðist hafa haft ansi sterkan brotavilja því vitni sögðu Vísi frá því að lögregla hefði fjarlægt manninn úr versluninni fyrr um nóttina vegna óláta. Einum og hálfum tíma síðar hafi hann hins vegar birst aftur og þá ráðist á öryggisvörðinn með glerflösku með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×