Fleiri fréttir Varað við stormi í dag 8.2.2008 08:29 Hörmulegt atvik „Þetta var hörmulegt atvik, en ég á eftir að sjá skýrslur sem teknar voru í málinu og fyrr tjái ég mig ekki um það," segir Margrét Frímannsdóttir, settur forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni, aðspurð um þann atburð þegar fangi lést í klefa sínum í fangelsinu. Í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld var greint frá því að maðurinn hafi látist af völdum meþadon eitrunar, en meþadon er mjög sterkt verkjalyf. 7.2.2008 21:23 Búið að opna Grindavíkurveg. Grindavíkurvegur er opinn á ný eftir að björgunarsveitarmönnum tókst að draga veghefil sem stóð fastur þvert yfir veginn. Björgunarsveitar menn hafa haft í nógu að snúast á Suðurnesjum í dag og er áætlað að þeir hafi komið 400 til 500 bílum til aðstoðar í dag í Reykjanesbæ einum. 7.2.2008 22:42 Vinstri-grænir ánægðir með REI skýrsluna og þakka Svandísi vel unnin störf Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík eru ánægðir með skýrslu stýrihópsins sem fjallaði um REI málið. Á félagsfundi sem haldinn var fyrr í kvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt: 7.2.2008 22:26 Mikil ófærð og almenningssamgöngur úr skorðum Mikil ófærð er nú víða um land og veður vont. Vegir eru víða lokaðir og samgöngur hafa farið úr skorðum. Rútuferðir á milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar hafa verið aflagðar sem og strætisvagnaferðir í Reykjanesbæ. 7.2.2008 21:06 Segir REI málið hafa veikt stöðu sína Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri vissi ekki af beinni aðkomu FL-group við gerð þjónustusamnings milli Orkuveitunnar og REI. Hann segir REI málið hafa veikt stöðu sína í borgarstjórn en telur sér stætt á að halda áfram þar sem hann hafi ekki brotið af sér. 7.2.2008 20:57 Farþegar strandaglópar í Leifsstöð frá því í morgun Farþegar sem fljúga áttu með Iceland Express í morgun til Kaupmannahafnar og London bíða enn eftir að farið verði á loft. Tvívegis hafa farþegarnir farið út í vél en jafnoft hefur verið hætt við flugtak. Á meðan hafa vélar frá Icelandair flogið til og frá landinu. Forstjóri Iceland Express segir það skýrast af mismunandi öryggiskröfum og ólíkum flugvélum. 7.2.2008 20:42 Bar umboð sitt undir borgarlögmann áður en farið var í viðræður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi og tilvonandi borgarstjóri í Reykjavík segist hafa borið umboð sitt í REI málinu svokallaða undir borgarlögmann áður en hann fór í málið. „Ég fékk úr þessu skorið og það hefði ekki hvarflað að mér að gera þetta án þess að vera með umboð," sagði Vilhjálmur í Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir stundu. 7.2.2008 20:21 Fjölskyldu gert að fara af kirkjujörð Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs í Laufási með því að neyða fjölskyldu hans burt af jörðinni, segir kona í Grýtubakkahreppi í opnu bréfi til biskups. 97% sóknarbarna vilja að fjölskylda hans fái áfram að búa á Laufási en kirkjan segist verða að fara að reglum. 7.2.2008 18:54 Fanginn lést úr meþadon eitrun Fanginn sem lést á Litla Hrauni í september síðastliðnum lést ekki af eðlilegum ástæðum eins og í fyrstu var talið heldur úr meþadoneitrun. Meþadonið fékk hann hjá afleysingalækni fangelsinsins. Fjölskylda fangans hyggst stefna ríkinu. 7.2.2008 18:30 Kjaraviðræður töfðust vegna veðurs Kjaraviðræður á milli Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar halda áfram á laugardag. Þær töfðust nokkuð í dag vegna veðurs. 7.2.2008 17:44 SBK hættir að keyra vegna veðurs Fyrirtækið SBK, sem sér um strætisvagnaferðir í Reykjanesbæ er hætt akstri í dag vegna veðurs. Fulltrúi fyrirtækisins segir að blindbylur sé nú í bænum og ekkert vit í því að reyna að halda áfram akstri. Hann biður foreldra að huga að börnum sínum ef þau hafa ætlað heim í strætó. 7.2.2008 17:42 Ekkert athugavert við aðkomu FL Group Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs FL Group, segir að félagið telji ekkert athugavert við aðkomu FL Group eða Geysis Green Energy í samningaviðræðum sínum við Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavikur eins og gefið sé til kynna í skýrslu stýrihóps Svandísar Svavarsdóttur. 7.2.2008 17:01 Sex ára fangelsi fyrir að skjóta á eiginkonuna Hæstiréttur dæmdi í dag Ólaf Þór Guðmundsson í sex ára fangelsi fyrir að skjóta að eiginkonu sinni með haglabyssu á heimili þeirra á Vestfjörðum síðastliðið sumar. 7.2.2008 16:49 Ólafur Friðrik: Sigur fyrir Reykjavíkurborg Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri fagnar niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli borgarinnar gegn olíufélögunum. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að Ólafur telji niðurstöðuna sigur fyrir Reykjavíkurborg. 7.2.2008 16:33 Móður ungs fíkils ekki sagt frá unglingadeild SÁÁ 7.2.2008 16:27 Ólafur Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóri borgarstjórnar 7.2.2008 16:18 Spyr um nákvæman aðdraganda að skipan Þorsteins Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri – grænna, fer fram á svör um nákvæman aðdraganda þess að Þorsteinn Davíðsson var skipaður héraðsdómari fyrir norðan og austan. Þeirri fyrirspurn er beint til Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra í málinu. 7.2.2008 16:18 Vatnsveður og hvassviðri í stað snjókomu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra bendir á að Veðurstofa Íslands spái vonskuveðri á landinu á morgun og á laugardag. 7.2.2008 15:57 Sonurinn týndur síðan á sunnudag „Það heyrðist síðast í honum á sunnudagskvöldið og þá var hann greinilega drukkinn," segir Jørgen Erlingsson faðir 18 ára íslensks pilts sem nú er leitað á Jótlandi í Danmörku. 7.2.2008 15:50 Óshlíð opin milli fjögur og hálffimm Óshlíð verður opin milli fjögur og hálffimm í dag. Þrjú snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð fyrir hádegið og var gripið til þess ráðs að loka bæði Súðavíkurhlíðinni og Óshlíðinni, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. 7.2.2008 15:48 Ætluðu að smygla umtalsverðu þýfi úr landi Fimm karlmenn af erlendu bergi brotnir voru handteknir eftir að lögregla kom upp um umfangsmikið smygl á þýfi úr landi. 7.2.2008 15:45 "Vinir verða alltaf vinir" Haukur Leósson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ekki séð skýrslu stýrihóps um REI-málið og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér þegar Vísir ræddi við hann í dag. 7.2.2008 15:34 Stirð og stíf eftir umferðarslys við Grjótháls 7.2.2008 15:28 65 milljónir til viðbótar vegna manneklu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag 65 milljóna króna aukafjárveitingu til sérstakra aðgerða í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar á þessu ári. 7.2.2008 15:06 Samfylkingin biður fólk að kjósa Röskvu „Þetta er hið versta mál og kemur alls ekki frá okkur. Ég var mjög hissa þegar ég sá þetta og við erum búin að biðja þá um að taka þetta út,“ segir Dagný Ósk Aradóttir Röskvuliði og formaður Stúdentaráðs. 7.2.2008 14:53 Fyrrverandi borgarstjóri klökknaði í ráðhúsinu Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson klökknaði þegar hann kom út af borgarráðsfundi en sagði að málið hefði reynt mikið á sig. Skýrsla samstarfshóps borgarfulltrúa um REI málið var kynnt á fundinum í dag. Vilhjálmur sagðist þó eiga góða fjölskyldu að og hafa sterk bein og það hefði hjálpað sér. 7.2.2008 14:12 Eðlilegra að óháður hópur hefði skoðað REI málið „Ég hefði talið eðlilegt að óháður hópur manna hefði skoðað þetta mál,“ segir Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, um stýrihópinn sem skilaði af sér skýrslu um REI-málið í dag. 7.2.2008 14:00 Fagna samstöðu um REI skýrsluna 7.2.2008 13:54 Heilbrigðisstofnanir úti á landi vilja skrá sjúkraskrár Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort útvistun á ritun sjúkraskráa væri liður í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Fram kom í svari ráðherra að heilbrigðisstofanir úti á landi væru meðal þeirra sem boðið hefðu í þessa þjónustu. 7.2.2008 13:42 Menn gætu verið dregnir til ábyrgðar Ólafur Friðrik Magnússon borgarstjóri útilokar ekki að menn verði dregnir ábyrgðar vegna REI málsins. Svört skýrsla um REI málið var kynnt á fundi borgarráðs í dag og stendur fundur borgarráðs enn yfir. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG tók í sama streng og borgarstjóri en hvorugt þeirra vildi nefna nein nöfn. 7.2.2008 13:14 Millilandaflug hefur ekki fallið niður þrátt fyrir illviðri Millilandaflug hefur ekki fallið niður vegna illviðrisins sem gengur nú yfir landsins en þó gætti áhrifa á flugumferðina í morgun. 7.2.2008 13:07 Fjölmargir vegir á landinu lokaðir og víða ekkert ferðaveður Fjölmargir vegir á landinu eru nú ófærir vegna mikillar ofankomu og eru vegfarendur hvattir til þess að kanna færð áður en þeir leggja á vegi landsins. 7.2.2008 12:55 Vill svör um skipan héraðsdómara Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri – grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi vegna skipanara í embætti héraðsdómarar. 7.2.2008 12:42 Kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono Í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík verður kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono í kvöld, 7. febrúar kl. 19:00 og mun ljósið loga yfir hátíðina; fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 19:00 -01:00. 7.2.2008 12:29 Vilhjálmur segir fullkomna sátt um REI skýrsluna 7.2.2008 12:21 Þrjú snjóflóð hafa fallið í Súðavíkurhlíð 7.2.2008 11:41 Myndband: Unglingaslagsmálin í Kringlunni Vísir sagði frá unglingaslagsmálum í Kringlunni í gær. Þar söfnuðust tveir hópar unglinga saman og slógust. Lögreglan var kölluð á staðinn. Tveir ungir piltar voru handteknir. 7.2.2008 11:39 Ekki menntamálaráðherra sem semur við kennara Ekki er hægt að líta svo á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi talað fyrir sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar þegar hún lýsti því yfir að hækka þyrfti verulega laun kennara á fundi á dögunum. 7.2.2008 11:27 Ökumaður keyrði inn í snjóflóð í Súðarvíkurhlíð Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð fyrir stundu. Einn ökumaður keyrði inn í flóðið og er hann ómeiddur. Lögreglan er nýkomin á staðinn en búið er að loka veginum. 7.2.2008 10:58 Ekki góður bragur á því að hafa reykherbergi á þingi Guðlaugur Þór Þórðarsons heilbrigðisráðherra sagði ekki góðan brag á því að heimila reykingar í herbergi í Alþingishúsinu í ljósi þess að þingið hefði samþykkt lög um að banna reykingar á opinberum stöðum. Lagði hann til að herberginu yrði lokað. 7.2.2008 10:55 Maður dæmdur fyrir að bíta mann Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst að öðrum karlmanni í heimahúsi í Vestmannaeyjum þann 1.apríl árið 2006. 7.2.2008 10:54 Vont veður í allan dag 7.2.2008 10:38 Umferð komin í samt lag á Reykjanesbrautinni 7.2.2008 10:15 Ökumenn hundrað bíla aðstoðaðir í morgun 7.2.2008 10:10 Sjá næstu 50 fréttir
Hörmulegt atvik „Þetta var hörmulegt atvik, en ég á eftir að sjá skýrslur sem teknar voru í málinu og fyrr tjái ég mig ekki um það," segir Margrét Frímannsdóttir, settur forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni, aðspurð um þann atburð þegar fangi lést í klefa sínum í fangelsinu. Í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld var greint frá því að maðurinn hafi látist af völdum meþadon eitrunar, en meþadon er mjög sterkt verkjalyf. 7.2.2008 21:23
Búið að opna Grindavíkurveg. Grindavíkurvegur er opinn á ný eftir að björgunarsveitarmönnum tókst að draga veghefil sem stóð fastur þvert yfir veginn. Björgunarsveitar menn hafa haft í nógu að snúast á Suðurnesjum í dag og er áætlað að þeir hafi komið 400 til 500 bílum til aðstoðar í dag í Reykjanesbæ einum. 7.2.2008 22:42
Vinstri-grænir ánægðir með REI skýrsluna og þakka Svandísi vel unnin störf Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík eru ánægðir með skýrslu stýrihópsins sem fjallaði um REI málið. Á félagsfundi sem haldinn var fyrr í kvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt: 7.2.2008 22:26
Mikil ófærð og almenningssamgöngur úr skorðum Mikil ófærð er nú víða um land og veður vont. Vegir eru víða lokaðir og samgöngur hafa farið úr skorðum. Rútuferðir á milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar hafa verið aflagðar sem og strætisvagnaferðir í Reykjanesbæ. 7.2.2008 21:06
Segir REI málið hafa veikt stöðu sína Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri vissi ekki af beinni aðkomu FL-group við gerð þjónustusamnings milli Orkuveitunnar og REI. Hann segir REI málið hafa veikt stöðu sína í borgarstjórn en telur sér stætt á að halda áfram þar sem hann hafi ekki brotið af sér. 7.2.2008 20:57
Farþegar strandaglópar í Leifsstöð frá því í morgun Farþegar sem fljúga áttu með Iceland Express í morgun til Kaupmannahafnar og London bíða enn eftir að farið verði á loft. Tvívegis hafa farþegarnir farið út í vél en jafnoft hefur verið hætt við flugtak. Á meðan hafa vélar frá Icelandair flogið til og frá landinu. Forstjóri Iceland Express segir það skýrast af mismunandi öryggiskröfum og ólíkum flugvélum. 7.2.2008 20:42
Bar umboð sitt undir borgarlögmann áður en farið var í viðræður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi og tilvonandi borgarstjóri í Reykjavík segist hafa borið umboð sitt í REI málinu svokallaða undir borgarlögmann áður en hann fór í málið. „Ég fékk úr þessu skorið og það hefði ekki hvarflað að mér að gera þetta án þess að vera með umboð," sagði Vilhjálmur í Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir stundu. 7.2.2008 20:21
Fjölskyldu gert að fara af kirkjujörð Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs í Laufási með því að neyða fjölskyldu hans burt af jörðinni, segir kona í Grýtubakkahreppi í opnu bréfi til biskups. 97% sóknarbarna vilja að fjölskylda hans fái áfram að búa á Laufási en kirkjan segist verða að fara að reglum. 7.2.2008 18:54
Fanginn lést úr meþadon eitrun Fanginn sem lést á Litla Hrauni í september síðastliðnum lést ekki af eðlilegum ástæðum eins og í fyrstu var talið heldur úr meþadoneitrun. Meþadonið fékk hann hjá afleysingalækni fangelsinsins. Fjölskylda fangans hyggst stefna ríkinu. 7.2.2008 18:30
Kjaraviðræður töfðust vegna veðurs Kjaraviðræður á milli Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar halda áfram á laugardag. Þær töfðust nokkuð í dag vegna veðurs. 7.2.2008 17:44
SBK hættir að keyra vegna veðurs Fyrirtækið SBK, sem sér um strætisvagnaferðir í Reykjanesbæ er hætt akstri í dag vegna veðurs. Fulltrúi fyrirtækisins segir að blindbylur sé nú í bænum og ekkert vit í því að reyna að halda áfram akstri. Hann biður foreldra að huga að börnum sínum ef þau hafa ætlað heim í strætó. 7.2.2008 17:42
Ekkert athugavert við aðkomu FL Group Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs FL Group, segir að félagið telji ekkert athugavert við aðkomu FL Group eða Geysis Green Energy í samningaviðræðum sínum við Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavikur eins og gefið sé til kynna í skýrslu stýrihóps Svandísar Svavarsdóttur. 7.2.2008 17:01
Sex ára fangelsi fyrir að skjóta á eiginkonuna Hæstiréttur dæmdi í dag Ólaf Þór Guðmundsson í sex ára fangelsi fyrir að skjóta að eiginkonu sinni með haglabyssu á heimili þeirra á Vestfjörðum síðastliðið sumar. 7.2.2008 16:49
Ólafur Friðrik: Sigur fyrir Reykjavíkurborg Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri fagnar niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli borgarinnar gegn olíufélögunum. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að Ólafur telji niðurstöðuna sigur fyrir Reykjavíkurborg. 7.2.2008 16:33
Spyr um nákvæman aðdraganda að skipan Þorsteins Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri – grænna, fer fram á svör um nákvæman aðdraganda þess að Þorsteinn Davíðsson var skipaður héraðsdómari fyrir norðan og austan. Þeirri fyrirspurn er beint til Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra í málinu. 7.2.2008 16:18
Vatnsveður og hvassviðri í stað snjókomu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra bendir á að Veðurstofa Íslands spái vonskuveðri á landinu á morgun og á laugardag. 7.2.2008 15:57
Sonurinn týndur síðan á sunnudag „Það heyrðist síðast í honum á sunnudagskvöldið og þá var hann greinilega drukkinn," segir Jørgen Erlingsson faðir 18 ára íslensks pilts sem nú er leitað á Jótlandi í Danmörku. 7.2.2008 15:50
Óshlíð opin milli fjögur og hálffimm Óshlíð verður opin milli fjögur og hálffimm í dag. Þrjú snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð fyrir hádegið og var gripið til þess ráðs að loka bæði Súðavíkurhlíðinni og Óshlíðinni, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. 7.2.2008 15:48
Ætluðu að smygla umtalsverðu þýfi úr landi Fimm karlmenn af erlendu bergi brotnir voru handteknir eftir að lögregla kom upp um umfangsmikið smygl á þýfi úr landi. 7.2.2008 15:45
"Vinir verða alltaf vinir" Haukur Leósson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ekki séð skýrslu stýrihóps um REI-málið og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér þegar Vísir ræddi við hann í dag. 7.2.2008 15:34
65 milljónir til viðbótar vegna manneklu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag 65 milljóna króna aukafjárveitingu til sérstakra aðgerða í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar á þessu ári. 7.2.2008 15:06
Samfylkingin biður fólk að kjósa Röskvu „Þetta er hið versta mál og kemur alls ekki frá okkur. Ég var mjög hissa þegar ég sá þetta og við erum búin að biðja þá um að taka þetta út,“ segir Dagný Ósk Aradóttir Röskvuliði og formaður Stúdentaráðs. 7.2.2008 14:53
Fyrrverandi borgarstjóri klökknaði í ráðhúsinu Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson klökknaði þegar hann kom út af borgarráðsfundi en sagði að málið hefði reynt mikið á sig. Skýrsla samstarfshóps borgarfulltrúa um REI málið var kynnt á fundinum í dag. Vilhjálmur sagðist þó eiga góða fjölskyldu að og hafa sterk bein og það hefði hjálpað sér. 7.2.2008 14:12
Eðlilegra að óháður hópur hefði skoðað REI málið „Ég hefði talið eðlilegt að óháður hópur manna hefði skoðað þetta mál,“ segir Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, um stýrihópinn sem skilaði af sér skýrslu um REI-málið í dag. 7.2.2008 14:00
Heilbrigðisstofnanir úti á landi vilja skrá sjúkraskrár Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort útvistun á ritun sjúkraskráa væri liður í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Fram kom í svari ráðherra að heilbrigðisstofanir úti á landi væru meðal þeirra sem boðið hefðu í þessa þjónustu. 7.2.2008 13:42
Menn gætu verið dregnir til ábyrgðar Ólafur Friðrik Magnússon borgarstjóri útilokar ekki að menn verði dregnir ábyrgðar vegna REI málsins. Svört skýrsla um REI málið var kynnt á fundi borgarráðs í dag og stendur fundur borgarráðs enn yfir. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG tók í sama streng og borgarstjóri en hvorugt þeirra vildi nefna nein nöfn. 7.2.2008 13:14
Millilandaflug hefur ekki fallið niður þrátt fyrir illviðri Millilandaflug hefur ekki fallið niður vegna illviðrisins sem gengur nú yfir landsins en þó gætti áhrifa á flugumferðina í morgun. 7.2.2008 13:07
Fjölmargir vegir á landinu lokaðir og víða ekkert ferðaveður Fjölmargir vegir á landinu eru nú ófærir vegna mikillar ofankomu og eru vegfarendur hvattir til þess að kanna færð áður en þeir leggja á vegi landsins. 7.2.2008 12:55
Vill svör um skipan héraðsdómara Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri – grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi vegna skipanara í embætti héraðsdómarar. 7.2.2008 12:42
Kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono Í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík verður kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono í kvöld, 7. febrúar kl. 19:00 og mun ljósið loga yfir hátíðina; fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 19:00 -01:00. 7.2.2008 12:29
Myndband: Unglingaslagsmálin í Kringlunni Vísir sagði frá unglingaslagsmálum í Kringlunni í gær. Þar söfnuðust tveir hópar unglinga saman og slógust. Lögreglan var kölluð á staðinn. Tveir ungir piltar voru handteknir. 7.2.2008 11:39
Ekki menntamálaráðherra sem semur við kennara Ekki er hægt að líta svo á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi talað fyrir sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar þegar hún lýsti því yfir að hækka þyrfti verulega laun kennara á fundi á dögunum. 7.2.2008 11:27
Ökumaður keyrði inn í snjóflóð í Súðarvíkurhlíð Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð fyrir stundu. Einn ökumaður keyrði inn í flóðið og er hann ómeiddur. Lögreglan er nýkomin á staðinn en búið er að loka veginum. 7.2.2008 10:58
Ekki góður bragur á því að hafa reykherbergi á þingi Guðlaugur Þór Þórðarsons heilbrigðisráðherra sagði ekki góðan brag á því að heimila reykingar í herbergi í Alþingishúsinu í ljósi þess að þingið hefði samþykkt lög um að banna reykingar á opinberum stöðum. Lagði hann til að herberginu yrði lokað. 7.2.2008 10:55
Maður dæmdur fyrir að bíta mann Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst að öðrum karlmanni í heimahúsi í Vestmannaeyjum þann 1.apríl árið 2006. 7.2.2008 10:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent