Innlent

Vill að Samkeppniseftirlitið rannsaki fákeppni á bankamarkaði

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra vill að Samkeppniseftirlitið rannsaki fákeppni á bankamarkaði. Hún segir bankana ganga of langt í gjaldtöku og að vextir séu of háir.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur gagnrýnt bankanna harðlega að undanförnu eftir að þeir breyttu skilmálum á húsnæðislánum og hækkuðu vexti. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Jóhanna setur fram gagnrýni af þessu tagi en í febrúar á þessu ári hvatti hún til þess að skipuð yrði þingnefnd til að rannsaka starfsemi þeirra.

Jóhanna segist enn vera sömu skoðunar en segir rétt að viðskiptaráðherra og Samkeppniseftirlitið takið málið að sér. Henni hafi fundist sem bankarnir gangi of langt varðandi ýmsa gjaldtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×