Innlent

Endurgreiðslan hefur ekki áhrif á lögreglurannsóknina

Jón Ásgeir er ekki laus allra mála þrátt fyrir endurgreiðslu frá skattinum.
Jón Ásgeir er ekki laus allra mála þrátt fyrir endurgreiðslu frá skattinum.

„Þetta tengist þar sem þetta eru sömu kröfur en breytir engu um lögreglurannsóknina," segir Björn Þorvaldssson settur saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra um málefni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns 365.

Jón Ásgeir staðfesti við Vísi.is í gær að hann hefði fengið tugi milljóna endrugreidda frá skattinum í síðasta mánuði. Jón Ásgeir fékk endugreiddar 43 milljónir frá skattinum vegna ofgreiðslu skatta á árinu 2005 fyrir skömmu.

Jón Ásgeir ásamt öðrum aðilum tengdum Baugi Group hefur sætt rannsókn hjá Yfirskattanefnd að undanförnu. Björn segir þessa endurgreiðslu hinsvegar ekki hafa nein áhrif á refsimálið en þetta sé skoðað þar sem kæruefnið varði fjölmörg atriði.

Jón Ásgeir er því ekki laus allra mála en Björn sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stutt sé í að ákvörðun um ákæru verði tekin.


Tengdar fréttir

Jón Ásgeir fékk 43 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og 365 hf, sem rekur meðal annars visir.is, fékk endurgreiddar 43 milljónir frá skattinum nú í byrjun október vegna ofgreiðslu á árinu 2005. Þetta staðfesti hann við Vísi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×