Fleiri fréttir

Vilja friðargæsluliða heim frá Afganistan

Fjórir þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla heim íslenska friðargæsluliða í Afganistan, sem þar starfa sem hluti liðsafla NATO.

Hringtorg fækka slysum en fjölga óhöppum

Umferðarstofa hefur tekið saman áhrif þess að ljósastýrðum gatnamótum var breytt í Hringtorg. í ljós kom að slysum fækkaði á öllum stöðunum en um leið fjölgaði óhöppum án slysa. Í tikynningu frá Umferðarstofu kemur fram að fækkun slysa sé í samræmi við aðrar rannsóknir en ekki hefur áður komið fram að óhöppun fjölgi um leið.

Heimsviðburður við Vesturlandsveg

Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun.

Axel siglt til Fáskrúðskrúðsfjarðar

Flutningaskipinu Axel, sem strandaði við Hornafjarðarós snemma í morgun, verður siglt til Fáskrúðsfjarðar þar sem það verður skoðaÐ og lagt mat á skemmdir og sjóhæfi skipsins.

Alfreðsnefndin kostaði 283 milljónir króna

Framkvæmdanefnd sem skipuð var til að skipuleggja byggingu nýs sjúkrahús kostaði 283 milljónir króna. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Vísir hefur frá heilbrigðisráðuneytinu.

Alfreð fékk rúm 500 þúsund á mánuði

Heildarlaun Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, fyrir formennsku í nefnd um byggingu nýs hátæknisjúkrahúss voru 511 þúsund á mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Aldrei fleiri lifað í skugga fátæktar

„Ég er svolítið sjokkeruð yfir því hvernig auðmenn Íslands geta horft upp á þúsund íslendinga sem lifa í skugga fátæktar upp á hvern einasta dag,“ segir Ásgerður J Flosadóttir hjá Fölskylduhjálp Íslands.

Síldveiðar á mjög grunnu vatni

Vind hafði ekki fyrr lægt í Grundarfirði í gær en að síldveilðiskipin hófu á ný veiðar þar við bæjardyrnar og veiddu vel

Dagbjört hitti Caitlin litlu

“Núna er ég búin að tala við Dagbjörtu og Caitlin er hjá henni eins og er, það gengur rosalega vel,” skrifar vinkona Dagbjartar Rósar á bloggsíðu Dagbjartar í gærkvöldi.

Ísland best í heimi

Ísland toppar nú lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem best er að búa. Norðmenn, sem hafa trónað á toppi listans, eru komnir í annað sæti.

Brotthvarf varnarliðsins ber vott um skammsýni

Brotthvarf bandaríska varnarliðsins frá Íslandi ber vott um skammsýni með hliðsjón af miklum hagsmunum Bandaríkjamanna af því að fyllsta öryggis sé gætt á siglingaleiðum olíu- og gasflutningaskipa.

Til hamingju Ísland

Ísland hefur náð forystunni af Noregi á lista yfir þær þjóðir þar sem best þykir að búa í, samkvæmt þróunarstuðli sem birtist í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í dag.

Koma upp olíugirðingu við flutningaskipið Axel

Björgunarsveitarfólk úr Björgunarsveit Hornafjarðar vinnur nú að því að koma upp olíugirðingu til þess að koma í veg fyrir hugsanlega olíumengun frá flutningaskipinu Axel sem strandaði á Borgeyjarboða við Hornafjarðarós í morgun.

Tekinn með 50 e-töflur

Í gærkvöldi handtók lögreglan á Akureyri mann um tvítugt sem var grunaður um að vera með fíkniefni í fórum sínum. Í ljós kom að maðurinn var með um fimmtíu e-töflur. Maðurinn játaði að vera eigandi fíkniefnanna og var hann látinn laus að yfirheyrslu lokinni

Síldarævintýri á Grundarfirði

Vind hafði ekki fyrr lægt í Grundarfirði í gær en að síldveilðiskipin hófu veiðar þar við bæjardyrnar og veiddu vel. Þar eru nú sex skip og bíða birtingar, en síldin veiðist aðeins í dagsbirtu.Síðan veiðarnar hófust í Grundarfirði fyrir hálfum örðum mánuði er búið að veiða þar yfir 60 þúsund tonn á ör litlum bletti og virðist ekki sjá högg á vatni að sögn sjómanna.

Lögreglan leitar skemmdarvarga

Lögregla leitaði í nótt tveggja ungra manna, sem unnu skemmdarverk á strætisvagnaskýli við Grensásveg, á móts við Espigerði í Reykjavík í nótt.

Þrjú ungmenni slösuðust í árekstri á Akranesi

Þrjú ungmenni slösuðust, en ekkert þeirra lífshættulega, þegar bíll þeirra skall af miklu afli á öðrum bíl, sem var kyrrstæður og mannlaus við Faxabraut á Akranesi í gærkvöldi. Farþegi í aftursæti kastaðist fram yfir farþega í framsæti og skarst mikið í andliti og missti framan af fingri. Hinir tveir hlutu meðal annars kviðáverka. Fólkið mun ekki hafa verið í öryggisbeltum. Þá var barnshafandi kona flutt á sjúkrahúsið á Akranesi í nótt eftir að bíll, sem hún var í, fór út af þjóðveginum á milli Borgarness og Akraness í fljúgandi hálku og hafnaði úti í skurði.

Blogg blaðamanns ekki brotlegt við siðareglur

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan, á hendur Þórði Snæ Júlíussyni, blaðamanns 24 stunda, vegna skrifa sem birt voru á bloggsíðu í febrúar á þessu ári.

Tímabærar breytingar á kennaramenntun

Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, segir breytingar á kennaramenntun í nýju menntafrumvarpi sem til stendur að leggja fram vera tímabærar og í takt við þróunina í nágrannalöndum okkar. Eins og greint var frá í fréttum RÚV í kvöld verður kennaranám í núverandi mynd lagt af á næstu árum og til stendur að krefjast meistaragráðu af kennurum framtíðarinnar. Fjögur ný frumvörp munu vera á teikniborðinu hjá menntamálaráðuneytinu og ná þau til leik-, grunn- og framhaldsskóla. Elna Katrín sat í nefnd sem fjallaði um framtíðarskipan kennaramentunnar og segir hún einhug hafa ríkt í nefndinni um tillögur í þessa veru.

Bændur ósáttir við að þurfa að setja kýrnar í haga

Bændur eru sumir ósáttir við að neyðast til að setja kýr sínar á beit út í haga. Bændasamtökin eru hins vegar einbeitt í að halda þeirri reglu til streitu að beljur fái að viðra sig úti - þótt víða í Evrópu séu bændur jafnvel hættir útibeit.

Læknar, dómarar og flugumferðarstjórar launahæstir

Læknar, dómarar og flugumferðarstjórar eru launahæstu stéttir hjá hinu opinbera, samkvæmt tölum kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Leikarar og starfsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar eru hins vegar í hópi þeirra sem bera minnst úr býtum.

Segir verktakafyrirtæki reyna að græða á félagslegum afslætti

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar óttast að verktakafyrirtæki í Reykjavík sé að reyna stinga afslætti sem eingöngu er ætlaður félagslegum íbúðaúrræðum í eigin vasa. Fyrirtækið hafi fengið afslátt af lóða- og gatnagerðargjöldum en ætli nú að selja íbúðirnar á fullu markaðsverði til ríkisins.

Feðgar með 13 rétta: Datt ekki í hug að spá United sigri

Átta ára strákur og pabbi hans voru með 13 rétta í enska boltanum um helgina. Þeir uppskáru rúmar tvær milljónir í sinn hlut en þeir höfðu þann háttinn á að strákurinn spáði fyrir um úrslitin og síðan tvítryggði pabbinn sex leiki. Það kom þó ekki annað til greina en að spá Bolton sigri á Manchester United, enda heldur strákurinn með Liverpool.

FÁR: Leggst gegn áfengisfrumvarpinu

Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, (FÁR), hefur sent ályktun á alla alþingismenn þar sem þeir eru hvattir til þess að leggjast gegn frumvarpi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Magnús Einarsson, ritari FÁR, segir að þar á bæ séu menn vongóðir um að þinmenn átti sig á alvarleika málsins og þeim afleiðingum sem sala léttvíns og bjórs í matvöru búðum myndi hafa í för með sér.

Skjálftahrina í grennd við Hveravelli

Þónokkur skjálftavirkni hefur verið norðvestur af Hveravöllum síðustu klukkutíma. Sex skjálftar hafa riðið yfir og var sá stærsti 4,4 á Richter kvarðanum en sá minnsti mældist 2,3 á Richter. Búast má við eftirskjálftum.

Reykur úr kjallara reyndist vera gufa

Slökkvilið höfuðborgvarsvæðisins var kallað að Þverbrekku í Kópavogi í morgun vegna reyks sem lagði úr kjallara verslunar við götuna.

Fundu fíkniefni í kjölfar umferðaróhapps

Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eysta dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum ýmiss konar fíkniefni þegar lögregla leitaði á honum eftir umferðaróhapp.

Torrent-mál tekið fyrir 12. desember

Mál nokkurra höfundarréttarsamtaka á hendur eiganda skráardeilingarsíðunnar torrent.is verður tekið fyrir hjá dómstólum þann 12. desember

Sjá næstu 50 fréttir