Fleiri fréttir Útilokar ekki málefnasamning nýs meirihluta Borgarstjóri útilokar ekki að gerður verði málefnasamningur milli meirihlutans í borginni á næstu vikum. Hann bendir þó á að fjárhagsáætlun sem hann mælti nýlega fyrir sé í raun málefnaskrá. 26.11.2007 12:50 Þinglýstum kaupsamningum fækkar óverulega Þinglýstum kaupsamningum vegna íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu fækkaði óverulega í síðustu viku. 26.11.2007 12:15 Nýr formaður LSS Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), lét af embætti formanns á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir helgi. 26.11.2007 12:13 Fárviðri gekk yfir Grundarfjörð í nótt Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grundarfirði í nótt þegar fárviðri gekk yfir bæinn og vindhraðinn fór þrisvar í 42 metra á sekúndu. 26.11.2007 12:05 Mátti grafa í sundur veg Héraðsdómur Suðurlands sýknaði dag karlmann af ákæru um eignaspjöll og brot á vegalögum með því að fela verktaka að grafa í sundur veg í sumarbústaðalandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. 26.11.2007 11:56 Bílainnbrot upplýst Lögreglan á Akureyri hefur upplýst innbrot í bílasöluna Bílasalinn.is við Hjalteyrargötu á Akureyri og þjófnað á bíl sem þar var til sölu. 26.11.2007 11:31 Biskup Íslands var viðstaddur fyrstu biskupsvígsluna í Færeyjum Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, var vígsluvottur í fyrstu biskupsvígslu sem fram hefur farið í Færeyjum, þegar Jógvan Fríðriksson var vígður nýr biskup Færeyja við messu í Þórshöfn í gær. 26.11.2007 11:22 Vonast til þess að geta lagt fram orkumálafrumvarp fyrir jól Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist vonast til að geta lagt fram frumvarp um orkumál fyrir jólahlé þingsins en á ekki von á því að það verði afgreitt fyrir jól. 26.11.2007 11:22 Vindurinn feykti bíl aftur upp á hjólin Ökmaður sendibíls slasaðist á baki þegar bíll hans fauk út af veginum undir Hafnarfjalli um fjögurleytið í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fór bíllinn eina eða tvær veltur út af veginum og lá hann á hliðinni þegar lögreglu bar að garði. 26.11.2007 11:11 Varað við flughálku þar sem nú er að hlána Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum stöðum þar sem er að hlána. 26.11.2007 10:03 Slasaðist í bílveltu við Kaplakrika Einn maður slasaðist lítillega þegar fólksbíll valt við Kaplakrika í Hafnarfirði um níuleytið í morgun. 26.11.2007 10:00 Varað við umferð undir Hafnarfjalli vegna veðurofsa Lögreglan í Borgarnesi vill vara fólk við að aka undir Hafnarfjall sökum veðurs. Mikill vindur er á svæðinu, allt að 40 metrar á sekúndu, en í nótt fór vindhraðinn á þessum slóðum í yfir 50 metra á sekúndu. 26.11.2007 08:16 Fárviðri undir Hafnarfjalli Vindur hefur farið yfir 40 metra á sekúndu, sem er meira en tólf vindstig og þar með fárviðri samkvæmt eldri mælingu, alveg síðan í gærkvöldi. Það var fyrst undir morgun að heldur var farið að draga úr. Lengst af nætur hefur stöðugur vindur mælst um og yfir 30 metar á sekúndu, eða ofsaveður. Samkvæmt fyrstu athugunum í morgun virðist ekki hafa orðið umtalsvert tjóin, en eitthvað af lausamunum fauk til. Mjög hvasst hefur líka verið undir Hafnarfjalli, og áður en lengra er haldið er hér viðvörun frá Vegagerðinni. 26.11.2007 08:02 Haldið sofandi í öndunarvél Maðurinn, sem bjargað var úr hálf sokknum bíl sínum úti í Höfðabrekkutjörn, skammt austan Víkur í Mýrdal í gær, var haldið sofandi í öndunarvél í gærkvöldi. 26.11.2007 07:06 Ferðalangarnir væntanlegir frá Kúbu Íslenskur ferðamannahópur, sem var á heimleið frá Kúbu í gær en tafðist í Halifax í Kanada, er væntanlegur til landsins nú í morgunsárið, samkvæmt tilkynningu frá heimsferðum. 26.11.2007 06:56 Offitufaraldur þjóðarinnar kostar tvo milljarða á ári Offitufaraldur geisar á Íslandi og er þróunin einna verst hjá börnum og unglingum. 26.11.2007 06:00 Friðarsvifflugan enn ógreidd í Nauthólsvík Sviffluga sem Rudolf Schuster, talsmaður Friðarstofnunar Reykjavíkur, fékk að gjöf við komu til landsins í fyrra er enn í geymslu Svifflugsfélagsins ári síðar. Borgarstjóri afhenti sviffluguna en enginn veit hver á að borga fyrir hana. 26.11.2007 04:00 Pókerheimurinn á Íslandi veltir hundruðum milljóna á ári Gríðarlegar fjármunir velta á milli handanna á íslenskum pókerspilurum á ári hverju. Heimildamenn Vísis í pókerheiminum telja fullvíst að árleg velta hlaupi á hundruðum milljóna. 25.11.2007 19:06 Þrír bílar útaf í hálku á Suðurlandi Tveir bílar fóru út af í hálku á Biskupstungnabraut við gatnamótin á Suðurlandsvegi og annar fór út af á brautinni við Laugarbakka undir Ingólfsfjalli. Þá voru tvær aftanákeyrslur á Suðurlandsvegi, önnur við litlu Kaffistofuna og hin í Svínahrauni. 25.11.2007 22:06 Járnplötur og jólatré á flugi í Kópavogi Lausamunir fjúka á byggingarsvæði við Hlíðarsmára og Arnarnesveg í Kópavogi samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Járnplötur fuku af nýbyggingasvæði og ógnuðu umferð sem keyrði um Arnarnesveg. Tilkynningar bárust lögreglu frá ökumönnum. Þá fuku jólatré á sama stað. 25.11.2007 20:40 Kerra fauk á Kjalarnesi - hávaðarok víða Kerra fauk á hliðina í sterkri vindhviðu þegar ökumaður kom upp úr Hvalfjarðargöngunum sunnan megin nú fyrir skömmu. Þá tilkynnti sendibílstjóri lögreglu að engu hefði mátt muna að illa færi í hviðu sem skall á honum á sama stað. Fjöldi manns hefur tilkynnt lögreglu að litlu hafi munað að slys yrðu í veðrinu í vindhviðum á Kjalarnesi. 25.11.2007 21:47 Enn strandaglópar í Halifax Hátt í tvöhundruð farþegar á leið frá Kúbu til Íslands eru strandaglópar í Halifax í Kanada eftir stigabíll á ók utan í flugvélina þegar hún millilenti þar. 25.11.2007 19:26 Helmingur innlána bankanna frá útlendingum Innlán íslensku bankanna hafa þrefaldast á tæplega tveimur árum en rúmlega helmingur þeirra kemur frá útlendingum. 25.11.2007 19:14 Ísinn á Tjörninni ótraustur Þrátt fyrir að ís sé farið að leggja yfir tjörnina í Reykjavík sér lögreglan ástæðu til að vara fólk við að fara út á hann. 25.11.2007 19:06 Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. 25.11.2007 18:50 Í öndunarvél á gjörgæslu eftir bílslys við Vík Líðan mannsins sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík er stöðug. Maðurinn er í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á Landsspítalanum. 25.11.2007 18:10 Kanna möguleika á millilandaflugi frá Ísafirði Vestfirðingar eru að kanna möguleika á að hefja millilandaflug til og frá Ísafirði. Með slíku flugi telja þeir sig geta fengið fleiri ferðamenn vestur og aukið útflutningsmöguleika fjórðungsins. Málið er til alvarlegrar skoðunar í samgönguráðuneytinu. 25.11.2007 17:30 Segir íslenskar eftirlitsstofnanir óvirkar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sagði í Silfri Egils í dag að íslenskar eftirlitsstofnanir hefðu ekki gengt hlutverki sínu varðandi erlenda verkamenn á Kárahnjúkum. Guðmundur sem er í stjórn Evrópusambands byggingarmanna sagði afar slæmt orð fara af aðbúnaði erlendra verkamanna hér á landi í Evrópu. 25.11.2007 14:55 Fluttur með þyrlu eftir bílslys við Vík Tæplega áttræður karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli virtist maðurinn missa stjórn á bílnum og fara út af þjóðveginum í lónið sem kemur úr Kerlingardalsá austan við Vík. 25.11.2007 12:44 Hitaveita tekin í notkun í Grýtubakkahreppi Tímamót urðu í Grýtubakkahreppi þegar ný hitaveita var formlega tekin í notkun. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir þetta ævintýri líkast. Heita vatnið kemur frá borholu á Reykjum í Fnjóskadal og ferðast um langan veg eða allt að 50 kílómetra. 25.11.2007 12:09 Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. 25.11.2007 11:49 Franskur vísindamaður fannst eftir leit á hálendinu Víðtæk leit var gerð í gærkvöldi af frönskum vísindamanni sem fór í ferðalag um hálendið á fimmtudag til að safna GPS landmælingartækjum raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Maðurinn fannst heill á húfi klukkan hálf tvö í nótt í bíl sínum, sem hafði festst í vatni og krapa á miðri Fjallabaksleið. 25.11.2007 11:32 Hálka og snjókoma í Reykjavík Nú snjóar í Reykjavík en hálka og hálkublettir eru víða um landi. Meðal annars á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum og ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. 25.11.2007 11:12 Missti stjórn og valt á Grindavíkurvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, missti stjórn á bíl sínum á Grindavíkurvegi í nótt með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á veginum. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og gistir nú fangageymslu. Þá var annar ökumaður, grunaður um ölvun, stöðvaður í Reykjanesbæ í nótt en sá brást skjótt við og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Ekki var hann þó frárri á fæti en svo að lögreglan hljóp hann uppi og handsamaði. Hann gistir nú einnig fangageymslu. 25.11.2007 10:37 Átak gegn kynbundnu ofbeldi Í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er efnt til 16 daga átaks á alþjóðavísu. Fjölbreytt dagskrá er að þessu tilefni hér á landi á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. 25.11.2007 09:44 Víða hálka Hálka og hálkublettir er víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Austur- og Norðurlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. 25.11.2007 09:35 Flugi JetX frestað vegna beyglu á búk Fresta varð flugi flugvélar JetX flugfélagsins, sem flýgur fyrir Heimsferðir, frá Halifax í nótt vegna beyglu sem uppgötvaðist á búki vélarinnar. Hún var að koma frá Kúbu með millilendingu í Halifax í Kanada á leið heim til Íslands. Í Halifax urðu menn varir við beygluna, sem mun samkvæmt heimildum fréttastofunnar vera á afturhluta vélarinnar. Allt bendir til að ekið hafi verið utan í flugvélina á flugvellinum á Kúbu. 25.11.2007 09:24 Átak gegn símtölum án handfrjáls búnaðar Lögreglan á Suðurnesjum tók 11 ökumenn í dag fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir voru kærðir fyrir að tala þannig í síma við akstur og höfðu sumir að auki ekki bílbelti spennt. Að sögn lögreglunnar á fólk oftast búnaðinn, en notar hann ekki. 24.11.2007 22:01 Eldur á steikarpönnu á Varnarsvæðinu Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld þegar eldur kviknaði í potti í íbúð á Varnarsvæðinu. Eldurinn teygði sig upp í viftu í eldhúsi íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var fljótlega slökktur og er nú unnið að því að reykræsta íbúðina og blokkina. Íbúar fjölbýlishússins eru ýmist háskólanemendur sem sækja nám í Reykjavík eða á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 24.11.2007 21:53 Öryggismál Dominos til endurskoðunar Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Lögreglan leitar að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun í Grafarvoginum í gær. 24.11.2007 19:49 Átök sjálfstæðismanna gætu kostað REI milljarðatugi Valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gæti kostað REI milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, blæs á gagnrýni ráðherra um kúvendingu í afstöðu sinni til REI. 24.11.2007 19:35 Andvíg heimild Jafnréttisstofu til gagnaöflunar Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna er andvígur því að Jafnréttisstofa fái heimild til að afla gagna hjá fyrirtækjum sé rökstuddur grunur um brot á jafnréttislögum. 24.11.2007 18:26 Skógareldar ógna heimilum í Malibu Skógareldar hafa eyðilagt á annan tug heimila í Malibu í Kaliforníu í dag. Fjöldi íbúa hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna sem berast hratt um svæðið. Myndir sem sýndar hafa verið á sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýna eldtungur gleypa heimili í hlíðum Malibu en ekki er vitað hversu mörg hús hafa orðið eldinum að bráð. 24.11.2007 17:17 Tónleikum Kolbeins Ketilssonar frestað Tónleikum Kolbeins Ketilssonar tenórsöngvara og Gerrit Schuil píanóleikara í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 17 í dag hefur verið frestað. Ástæðan eru forföll Kolbeins. Tónleikarnir verða auglýstir síðar. 24.11.2007 16:44 Varðskip kom vélarbiluðum báti til hjálpar Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að dragnótabátnum Jóni á Hofi sem var vélarvana um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga út af Reykjanesi. Tilkynning barst til gæslunnar klukkan átta í morgun. Ellefu manna áhöfn er um borð í bátnum. Varðskip kom taug í skipið á tólfta tímanum og dregur nú bátinn í land. Búist er við að skipin verði komin til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið í kvöld. 24.11.2007 14:17 Sjá næstu 50 fréttir
Útilokar ekki málefnasamning nýs meirihluta Borgarstjóri útilokar ekki að gerður verði málefnasamningur milli meirihlutans í borginni á næstu vikum. Hann bendir þó á að fjárhagsáætlun sem hann mælti nýlega fyrir sé í raun málefnaskrá. 26.11.2007 12:50
Þinglýstum kaupsamningum fækkar óverulega Þinglýstum kaupsamningum vegna íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu fækkaði óverulega í síðustu viku. 26.11.2007 12:15
Nýr formaður LSS Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), lét af embætti formanns á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir helgi. 26.11.2007 12:13
Fárviðri gekk yfir Grundarfjörð í nótt Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grundarfirði í nótt þegar fárviðri gekk yfir bæinn og vindhraðinn fór þrisvar í 42 metra á sekúndu. 26.11.2007 12:05
Mátti grafa í sundur veg Héraðsdómur Suðurlands sýknaði dag karlmann af ákæru um eignaspjöll og brot á vegalögum með því að fela verktaka að grafa í sundur veg í sumarbústaðalandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. 26.11.2007 11:56
Bílainnbrot upplýst Lögreglan á Akureyri hefur upplýst innbrot í bílasöluna Bílasalinn.is við Hjalteyrargötu á Akureyri og þjófnað á bíl sem þar var til sölu. 26.11.2007 11:31
Biskup Íslands var viðstaddur fyrstu biskupsvígsluna í Færeyjum Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, var vígsluvottur í fyrstu biskupsvígslu sem fram hefur farið í Færeyjum, þegar Jógvan Fríðriksson var vígður nýr biskup Færeyja við messu í Þórshöfn í gær. 26.11.2007 11:22
Vonast til þess að geta lagt fram orkumálafrumvarp fyrir jól Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist vonast til að geta lagt fram frumvarp um orkumál fyrir jólahlé þingsins en á ekki von á því að það verði afgreitt fyrir jól. 26.11.2007 11:22
Vindurinn feykti bíl aftur upp á hjólin Ökmaður sendibíls slasaðist á baki þegar bíll hans fauk út af veginum undir Hafnarfjalli um fjögurleytið í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fór bíllinn eina eða tvær veltur út af veginum og lá hann á hliðinni þegar lögreglu bar að garði. 26.11.2007 11:11
Varað við flughálku þar sem nú er að hlána Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum stöðum þar sem er að hlána. 26.11.2007 10:03
Slasaðist í bílveltu við Kaplakrika Einn maður slasaðist lítillega þegar fólksbíll valt við Kaplakrika í Hafnarfirði um níuleytið í morgun. 26.11.2007 10:00
Varað við umferð undir Hafnarfjalli vegna veðurofsa Lögreglan í Borgarnesi vill vara fólk við að aka undir Hafnarfjall sökum veðurs. Mikill vindur er á svæðinu, allt að 40 metrar á sekúndu, en í nótt fór vindhraðinn á þessum slóðum í yfir 50 metra á sekúndu. 26.11.2007 08:16
Fárviðri undir Hafnarfjalli Vindur hefur farið yfir 40 metra á sekúndu, sem er meira en tólf vindstig og þar með fárviðri samkvæmt eldri mælingu, alveg síðan í gærkvöldi. Það var fyrst undir morgun að heldur var farið að draga úr. Lengst af nætur hefur stöðugur vindur mælst um og yfir 30 metar á sekúndu, eða ofsaveður. Samkvæmt fyrstu athugunum í morgun virðist ekki hafa orðið umtalsvert tjóin, en eitthvað af lausamunum fauk til. Mjög hvasst hefur líka verið undir Hafnarfjalli, og áður en lengra er haldið er hér viðvörun frá Vegagerðinni. 26.11.2007 08:02
Haldið sofandi í öndunarvél Maðurinn, sem bjargað var úr hálf sokknum bíl sínum úti í Höfðabrekkutjörn, skammt austan Víkur í Mýrdal í gær, var haldið sofandi í öndunarvél í gærkvöldi. 26.11.2007 07:06
Ferðalangarnir væntanlegir frá Kúbu Íslenskur ferðamannahópur, sem var á heimleið frá Kúbu í gær en tafðist í Halifax í Kanada, er væntanlegur til landsins nú í morgunsárið, samkvæmt tilkynningu frá heimsferðum. 26.11.2007 06:56
Offitufaraldur þjóðarinnar kostar tvo milljarða á ári Offitufaraldur geisar á Íslandi og er þróunin einna verst hjá börnum og unglingum. 26.11.2007 06:00
Friðarsvifflugan enn ógreidd í Nauthólsvík Sviffluga sem Rudolf Schuster, talsmaður Friðarstofnunar Reykjavíkur, fékk að gjöf við komu til landsins í fyrra er enn í geymslu Svifflugsfélagsins ári síðar. Borgarstjóri afhenti sviffluguna en enginn veit hver á að borga fyrir hana. 26.11.2007 04:00
Pókerheimurinn á Íslandi veltir hundruðum milljóna á ári Gríðarlegar fjármunir velta á milli handanna á íslenskum pókerspilurum á ári hverju. Heimildamenn Vísis í pókerheiminum telja fullvíst að árleg velta hlaupi á hundruðum milljóna. 25.11.2007 19:06
Þrír bílar útaf í hálku á Suðurlandi Tveir bílar fóru út af í hálku á Biskupstungnabraut við gatnamótin á Suðurlandsvegi og annar fór út af á brautinni við Laugarbakka undir Ingólfsfjalli. Þá voru tvær aftanákeyrslur á Suðurlandsvegi, önnur við litlu Kaffistofuna og hin í Svínahrauni. 25.11.2007 22:06
Járnplötur og jólatré á flugi í Kópavogi Lausamunir fjúka á byggingarsvæði við Hlíðarsmára og Arnarnesveg í Kópavogi samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Járnplötur fuku af nýbyggingasvæði og ógnuðu umferð sem keyrði um Arnarnesveg. Tilkynningar bárust lögreglu frá ökumönnum. Þá fuku jólatré á sama stað. 25.11.2007 20:40
Kerra fauk á Kjalarnesi - hávaðarok víða Kerra fauk á hliðina í sterkri vindhviðu þegar ökumaður kom upp úr Hvalfjarðargöngunum sunnan megin nú fyrir skömmu. Þá tilkynnti sendibílstjóri lögreglu að engu hefði mátt muna að illa færi í hviðu sem skall á honum á sama stað. Fjöldi manns hefur tilkynnt lögreglu að litlu hafi munað að slys yrðu í veðrinu í vindhviðum á Kjalarnesi. 25.11.2007 21:47
Enn strandaglópar í Halifax Hátt í tvöhundruð farþegar á leið frá Kúbu til Íslands eru strandaglópar í Halifax í Kanada eftir stigabíll á ók utan í flugvélina þegar hún millilenti þar. 25.11.2007 19:26
Helmingur innlána bankanna frá útlendingum Innlán íslensku bankanna hafa þrefaldast á tæplega tveimur árum en rúmlega helmingur þeirra kemur frá útlendingum. 25.11.2007 19:14
Ísinn á Tjörninni ótraustur Þrátt fyrir að ís sé farið að leggja yfir tjörnina í Reykjavík sér lögreglan ástæðu til að vara fólk við að fara út á hann. 25.11.2007 19:06
Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. 25.11.2007 18:50
Í öndunarvél á gjörgæslu eftir bílslys við Vík Líðan mannsins sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík er stöðug. Maðurinn er í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á Landsspítalanum. 25.11.2007 18:10
Kanna möguleika á millilandaflugi frá Ísafirði Vestfirðingar eru að kanna möguleika á að hefja millilandaflug til og frá Ísafirði. Með slíku flugi telja þeir sig geta fengið fleiri ferðamenn vestur og aukið útflutningsmöguleika fjórðungsins. Málið er til alvarlegrar skoðunar í samgönguráðuneytinu. 25.11.2007 17:30
Segir íslenskar eftirlitsstofnanir óvirkar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sagði í Silfri Egils í dag að íslenskar eftirlitsstofnanir hefðu ekki gengt hlutverki sínu varðandi erlenda verkamenn á Kárahnjúkum. Guðmundur sem er í stjórn Evrópusambands byggingarmanna sagði afar slæmt orð fara af aðbúnaði erlendra verkamanna hér á landi í Evrópu. 25.11.2007 14:55
Fluttur með þyrlu eftir bílslys við Vík Tæplega áttræður karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli virtist maðurinn missa stjórn á bílnum og fara út af þjóðveginum í lónið sem kemur úr Kerlingardalsá austan við Vík. 25.11.2007 12:44
Hitaveita tekin í notkun í Grýtubakkahreppi Tímamót urðu í Grýtubakkahreppi þegar ný hitaveita var formlega tekin í notkun. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir þetta ævintýri líkast. Heita vatnið kemur frá borholu á Reykjum í Fnjóskadal og ferðast um langan veg eða allt að 50 kílómetra. 25.11.2007 12:09
Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. 25.11.2007 11:49
Franskur vísindamaður fannst eftir leit á hálendinu Víðtæk leit var gerð í gærkvöldi af frönskum vísindamanni sem fór í ferðalag um hálendið á fimmtudag til að safna GPS landmælingartækjum raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Maðurinn fannst heill á húfi klukkan hálf tvö í nótt í bíl sínum, sem hafði festst í vatni og krapa á miðri Fjallabaksleið. 25.11.2007 11:32
Hálka og snjókoma í Reykjavík Nú snjóar í Reykjavík en hálka og hálkublettir eru víða um landi. Meðal annars á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum og ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. 25.11.2007 11:12
Missti stjórn og valt á Grindavíkurvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, missti stjórn á bíl sínum á Grindavíkurvegi í nótt með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á veginum. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og gistir nú fangageymslu. Þá var annar ökumaður, grunaður um ölvun, stöðvaður í Reykjanesbæ í nótt en sá brást skjótt við og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Ekki var hann þó frárri á fæti en svo að lögreglan hljóp hann uppi og handsamaði. Hann gistir nú einnig fangageymslu. 25.11.2007 10:37
Átak gegn kynbundnu ofbeldi Í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er efnt til 16 daga átaks á alþjóðavísu. Fjölbreytt dagskrá er að þessu tilefni hér á landi á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. 25.11.2007 09:44
Víða hálka Hálka og hálkublettir er víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Austur- og Norðurlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. 25.11.2007 09:35
Flugi JetX frestað vegna beyglu á búk Fresta varð flugi flugvélar JetX flugfélagsins, sem flýgur fyrir Heimsferðir, frá Halifax í nótt vegna beyglu sem uppgötvaðist á búki vélarinnar. Hún var að koma frá Kúbu með millilendingu í Halifax í Kanada á leið heim til Íslands. Í Halifax urðu menn varir við beygluna, sem mun samkvæmt heimildum fréttastofunnar vera á afturhluta vélarinnar. Allt bendir til að ekið hafi verið utan í flugvélina á flugvellinum á Kúbu. 25.11.2007 09:24
Átak gegn símtölum án handfrjáls búnaðar Lögreglan á Suðurnesjum tók 11 ökumenn í dag fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir voru kærðir fyrir að tala þannig í síma við akstur og höfðu sumir að auki ekki bílbelti spennt. Að sögn lögreglunnar á fólk oftast búnaðinn, en notar hann ekki. 24.11.2007 22:01
Eldur á steikarpönnu á Varnarsvæðinu Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld þegar eldur kviknaði í potti í íbúð á Varnarsvæðinu. Eldurinn teygði sig upp í viftu í eldhúsi íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var fljótlega slökktur og er nú unnið að því að reykræsta íbúðina og blokkina. Íbúar fjölbýlishússins eru ýmist háskólanemendur sem sækja nám í Reykjavík eða á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 24.11.2007 21:53
Öryggismál Dominos til endurskoðunar Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Lögreglan leitar að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun í Grafarvoginum í gær. 24.11.2007 19:49
Átök sjálfstæðismanna gætu kostað REI milljarðatugi Valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gæti kostað REI milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, blæs á gagnrýni ráðherra um kúvendingu í afstöðu sinni til REI. 24.11.2007 19:35
Andvíg heimild Jafnréttisstofu til gagnaöflunar Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna er andvígur því að Jafnréttisstofa fái heimild til að afla gagna hjá fyrirtækjum sé rökstuddur grunur um brot á jafnréttislögum. 24.11.2007 18:26
Skógareldar ógna heimilum í Malibu Skógareldar hafa eyðilagt á annan tug heimila í Malibu í Kaliforníu í dag. Fjöldi íbúa hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna sem berast hratt um svæðið. Myndir sem sýndar hafa verið á sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýna eldtungur gleypa heimili í hlíðum Malibu en ekki er vitað hversu mörg hús hafa orðið eldinum að bráð. 24.11.2007 17:17
Tónleikum Kolbeins Ketilssonar frestað Tónleikum Kolbeins Ketilssonar tenórsöngvara og Gerrit Schuil píanóleikara í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 17 í dag hefur verið frestað. Ástæðan eru forföll Kolbeins. Tónleikarnir verða auglýstir síðar. 24.11.2007 16:44
Varðskip kom vélarbiluðum báti til hjálpar Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að dragnótabátnum Jóni á Hofi sem var vélarvana um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga út af Reykjanesi. Tilkynning barst til gæslunnar klukkan átta í morgun. Ellefu manna áhöfn er um borð í bátnum. Varðskip kom taug í skipið á tólfta tímanum og dregur nú bátinn í land. Búist er við að skipin verði komin til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið í kvöld. 24.11.2007 14:17