Fleiri fréttir

Starfsemi hafin á Tæknivöllum

Starfsemi er hafin á stærstum hluta iðnaðarsvæðis á svonefndum Tæknivöllum á Miðnesheiði. Að sögn Ríkharðs Ibsen, framkvæmdastjóra Lykil ráðgjafar, hafa 22 skemmur verið leigðar út og eftir standa þrjár skemmur. Meðal fyrirtækja á Tæknivöllum eru, ÍAV þjónusta ehf., Hringrás, Vélsmiðjan Völlur og Bílaleigan Geysir.

Vopnuð ránstilraun í Spönginni

Lögreglan lokaði Fjallkonuvegi á ellefta tímanum í kvöld vegna vopnaðrar ránstilraunar á pizzastaðnum Dominos í Spönginni.

Íbúðaverð mun áfram hækka á næstu árum

Íbúðaverð mun halda áfram að hækka á næstu árum þótt hægja muni verulega á hækkunarhraðanum. Framboð á fasteignamarkaði virðist hafa náð hámarki og mun heldur minnka á næstu árum, en háir vextir, erfiðara aðgengi að lánsfé og kólnandi vinnumarkaður munu draga úr eftirspurn á markaði næstu mánuði og ár.

Bifreið eyðilagðist í eldi

Eldur kviknaði í jeppabifreið sem var undir Eyjafjöllum, á leið vestur Suðurlandsveg, um hádegisbil í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina þegar hann sá rjúka upp með gírstönginni. Hann kallaði á slökkvilið úr Rangárvallarsýslunni sem kom og slökkti eldinn. Bifreiðin er talin mikið skemmd, ef ekki ónýt.

Þrjú voru flutt á slysadeild eftir bílveltu á Laugarvatnsvegi

Þrjú voru flutt á slysadeild eftir að bifreið valt á Laugarvatnsvegi við bæinn Efra Apavatni rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Bíllinn fór út af veginum og fór tvær veltur. Hálka og slabb er á veginum að sögn lögreglunnar á Selfossi. Fólkið er ekki talið alvarlega slasað að sögn lögreglu en bíllinn er hins vegar ónýtur.

Alvarlegt bílslys í Hrútafirði

Tveir karlmenn slösuðust, annar alvarlega, þegar bíll valt í Hrútafirði norðan við Borðeyri rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti þá slösuðu til Reykjavíkur Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er mikil hálka á veginum þar sem slysið varð.

Eldur af mannavöldum

Við rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á bruna í húsnæðinu, þar sem veitingastaðurinn Kaffi Kró er, sem tilkynntur var til lögreglu um miðjan dag í gær kom í ljós að nokkur ungmenni undir 15 ára aldri höfðu verið inni í húsinu að fikta með eld.

Davíð kallaði framsóknarmenn veimiltítur

Ný útgáfa að fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar dagaði uppi eftir leynifund Guðna Ágústssonar þáverandi varaformanns Framsóknarflokksins með forseta Íslands, þar sem fram kom að forsetinn myndi óhikað og afdráttarlaust hafna frumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Guðna.

Einkaþotur háværari en farþegavélar

Einkaþota gefur frá sér meiri hávaða en farþegaflugvél þegar horft er til lendingar. Kvörtunum vegna hávaða frá Reykjavíkurflugvelli fer fjölgandi.

Lögregla truflaði sýningu hryllingsmyndar

Lögregla fékk tilkynningu í dag frá manni sem hélt að nágrannar sínir væru í neyð staddir inni í íbúð sinni. Lögreglan brást skjótt við en þegar barið var á dyr hjá fólkinu sem óttast var um, kom kona á þrítugsaldri til dyra og furðaði sig mjög á þessari heimsókn lögreglunnar.

Háskóli Íslands hyggst stórefla matvælarannsóknir

Háskóli Íslands stefnir að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi, samkvæmt samstarfssamningi sem HÍ og Matís hafa undirritað.

Starfsmenntaverðlaunin 2007 afhent

Icelandair, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir hlutu Starfsmenntaverðlaunin 2007 sem afhent voru í húsi BSRB á fimmta tímanum í dag.

Helgi í Góu dæmdur til að greiða 200 þúsund í sekt

Helgi Vilhjálmsson athafnamaður, oft kenndur við Góu, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðið til sín í vinnu þrjár konur sem ekki höfðu tilskilinn atvinnu og dvalarleyfi.

Ekki stjórnarfundur hjá OR fyrr en í næstu viku

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að ekki verði boðað til stjórnarfundar í Orkuveitunni fyrr en í næstu viku til þess að ræða málefni REI.

Skjárinn segir upp 13 manns

Skjárinn, sem rekur meðal annars SkjáEinn, hyggst segja upp 13 fastráðnum starfsmönnum sem starfað hafa við framleiðslu á innlendu efni og hyggst í staðinn semja við framleiðslufyrirtæki um innlenda framleiðslu fyrirtækisins.

Tvísköttunarsamningur gerður við Indverja

Árni Mathiesen fjármálaráðherra undirritaði í dag ásamt starfsbróður sínum á Indlandi samning milli landanna til þess að koma í veg fyrir tvísköttun.

Guðmundur í Byrginu kærir þjófnað

Guðmundur Jónsson, kenndur við líknarfélagið Byrgið, kærði í byrjun nóvember þjófnað á munum sem hann segir tilheyra Byrginu. Kæran kom í kjölfarið á því að karlmaður fór upp á Efri-Brú, þar sem Byrgið var rekið áður en því var lokað vegna gruns um fjármálamisferli, og fékk afhenta muni og varning sem þar var geymdur í læstri geymslu.

Það er dýrt að fyll´ann

25 ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi í tveggja mánaða fangelsi fyrir að dæla bensíni á bíl sinn og aka á brott án þess að borga.

Ungur innbrotsþjófur dæmdur

Þrír karlmenn, á aldrinum 17 til 23 ára voru í dag dæmdir fyrir nokkur innbrot sem þeir frömdu fyrr á þessu ári. Mennirnir rændu meðal annars flatskjám, fartölvum og stafrænum myndavél. Einn mannana var aðeins 16 ára gamall þegar brotin voru framin,

Mikilvægt að leiða mál REI til lykta sem fyrst

„Þetta er niðurstaðan og ég held að það felist í orðanna hljóðan að í samkomulagi geti báðir aðilar unað við sitt,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest, um það samkomulag sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gert við hann og Jón Diðrik Jónsson.

Sköðuðust ekki í eiturefnaleka í Írafossi

Öll sex manna áhöfn flutningaskipsins Írafoss var flutt til skoðunar á eiturefnadeild Landsspítalans í gærkvöldi, eftir að eitruð efni bárust inn í vistarverur skipverja. Engin skaðaðist varanlega.

Bjarni stjórnarformaður REI til áramóta

Orkuveita Reykjavíkur annars vegar og eignarhaldsfélög Bjarna Ármannssonar og Jóns Diðriks Jónssonar hins vegar hafa komist að samkomulagi um að Orkuveitan kaupi aftur það hlutafé í Reykjavik Energy Invest sem þau lögðu inn í félagið í september síðastliðnum.

Línubátar með pokabeitu afla tvöfalt meira en aðrir

Línubátar sem gera út við Húnaflóann og nota pokabeituna frá Súðavík afla tvöfalt meir en þeir bátar sem nota hefðbundna beitu. Þeir sem nota pokabeituna fá að jafnaði 300 kg á balann en þeir sem nota hefðbundna beitu fá 150 kg að meðaltali.

Guðbrandur frá MS til Auðhumlu

Guðbrandur Sigurðsson hættir sem forstjóri Mjólkursamsölunnar um næstu áramót en heldur áfram sem forstjóri Auðhumlu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögun. Magnús Ólafsson tekur við forstjórastarfu hjá MS í stað Guðbrands. Magnús var um árabil forstjóri Osta- og smjörsölunnar og síðar aðstoðarforstjóri MS.

Nýr framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna

Pétur Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 31. janúar. Hann tekur við af Sveini Skúlasyni sem gegnt hefur starfi forstjóra í tæp 10 ár en hefur nú ákveðið að hætta.

Eiturefni bárust inn í vistarverur skipverja

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með töluverðan viðbúnað í gærkvöld eftir að eiturefni í lestum flutningaskips í Sundahöfn bárust inn í vistarverur skipverja.

Hafís óvenju nálægt landinu

Gisinn hafís er óvenju nálægt landi norður af Straumnesi. Þetta kom í ljós í ísflugi Landhelgisgæslunnar í gær.

Bjarni selur hlutinn en stýrir REI áfram

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest, hyggst selja hlut sinn í fyrirtækinu til Orkuveitu Reykjavíkur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þessi ákvörðun er tekin í fullri sátt við OR og mun Bjarni sitja áfram sem stjórnarformaður REI, til að fylgja ráðgerðum verkefnum úr húsi.

Ekki tilefni til að kalla til eigendafundar að svo stöddu

Eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur sem halda átti á morgun hefur verið frestað. Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR segir að enn sé verið að vinna í málinu og því ekki tilefni til að kalla samam eigendur.

Segir ráðherra fara með rangt mál

Ólafur M. Magnússon, eigandi Mjólku, segir að Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hafi farið með rangt mál í fréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld. Þar sagði Einar ekki rétt að lögfræðingar Mjólkursamsölunnar hafi komið að gerð frumvarps um breytingar á verðlagningu búvara eins og Ólafur heldur fram.

Umsögn borgarráðs í nektardansmálinu er ólögmæt

„Þetta er svo vitlaust að það nær varla nokkurri átt,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður eiganda Nektarklúbbsins Bóhem, aðspurður hvað honum finnist um umsögn borgarráðs frá því í dag en í henni er lagst gegn því að starfssemi nektardansstaða sé leyfð í Reykjavík. Brynjar segir einn allsherjar miskilning vera á ferðinni því borgarráði sé alls ekki ætlað að byggja umsögn sína á því hvort þeim sem í ráðinu sitja sé vel eða illa við starfsemi af þessu tagi.

Sýknaðir af ákæru um barsmíðar á töðugjöldum

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag þrjá menn af því að hafa ráðist á þann fjórða fyrir utan skemmtistað á Hellu. Atvikið átti sér stað í 14. ágúst 2005 en þann dag voru töðugjöld á Hellu.

Forsætisráðuneytið segir Þróunarfélagið fara að reglum

Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu undanfarinna daga um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og hvernig staðið hefur verið að sölu fasteigna á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingunni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að Þróunarfélagið hafi unnið eftir settum lögum og þjónustusamningi við ráðuneytið þegar ákveðið var hverjum skildi selja fasteignirnar.

Ásakanir um leynimakk og bakdyrasamruna

Lagt er til að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja renni inn Geysir Green Energy í vinnuskjali sem stýrihópur um málefni orkuveitunnar lagði fram í síðustu viku. Leynimakk segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Segir frumvarp sérsniðið að þörfum MS

Eigandi Mjólku óttast að frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á verðlagningu búvara eigi eftir að koma sér illa fyrir neytendur í landinu. Hann segir frumvarpið sérsniðið að þörfum Mjólkursamsölunnar.

Sjá næstu 50 fréttir