Innlent

Járnplötur og jólatré á flugi í Kópavogi

Mikil hætta getur skapast af fljúgandi járnplötum.
Mikil hætta getur skapast af fljúgandi járnplötum.
Lausamunir fjúka á byggingarsvæði við Hlíðarsmára og Arnarnesveg í Kópavogi samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Járnplötur fuku af nýbyggingasvæði og ógnuðu umferð sem keyrði um Arnarnesveg. Tilkynningar bárust lögreglu frá ökumönnum. Þá fuku jólatré á sama stað. Þegar lögregla kom á vettvang voru plötur á víð og dreif á götunni. Kallað var á forráðamenn bygginganna sem ætluðu að gera ráðstafanir en lögregla fjarlægði þær plötur sem þegar voru á veginum. Þá er verulega hvasst á Kjalarnesi og lögreglu bárust tilkynningar um að vindhraði þar væri yfir 30 metra á sekúndu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×