Fleiri fréttir

Átta útköll á fjórum dögum hjá Ingunni

„Þetta er meira en undanfarin ár," segir Bjarni Daníelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni, sem staðið hefur í ströngu frá því á fimmtudag við að bjarga rjúpnaveiðimönnum af hálendinu fyrir ofan uppsveitir Árnessýslu. Frá því að rjúpnaveiðitímabilið hófst á fimmtudag og þar til í nótt var sveitin kölluð út átta sinnum vegna rjúpnaveiðimanna í vandræðum.

Mótmæla hækkun á aðstöðugjöldum

Iceland Express mótmælir fyrirvaralausri hækkun aðstöðugjalda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar harðlega. Forstjóri félagsins segir að félaginu hafi ekki verið tilkynnt um hækkunina fyrr en 9. október þrátt fyrir að hún hafi tekið gildi 1. október. Hækkunin er sögð nema 56%, úr 450 krónum á hvern farþega í 700 krónur. Flugfélagið segir hækkunina nema fleiri hundruð milljónum á ári fyrir flugfélögin og viðskiptavini þeirra.

Sektaður fyrir árás á leigubílsstjóra

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þess að greiða 180 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ráðist á leigubílsstjóra í september í fyrra. Jafnframt var hann dæmdur til að greiða leigubílsstjóranum 100 þúsund krónur í miskabætur.

Vildi gista fangageymslur

Karlmaður sem krafðist þess að vera færður í fangaklefa var í hópi tuttugu karla sem lögreglan hafði afskipti af um helgina vegna brota gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar.

Mikill uppgangur í Sólheimum

Tuttugu og fimm þúsund manns heimsóttu Sólheima í Grímsnesi í sumar, sem er þyrping húsa með einungis hundrað íbúa. Reykvíkingar þyrftu að laða til sín nálega tuttugu og fimm milljónir ferðamanna á ári hverju til að ná sama árangri í ferðaþjónustu.

Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu Sambandsins sem hófst í morgun.

Áfengisfrumvarpið virðist fá lítinn hljómgrunn á þingi

Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess.

Þrjú ungmenni dæmd fyrir peningafals

Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjú ungmenni fyrir peningafals. Þau reyndu að koma fölsuðum peningum í umferð í Bónusverslun við Holtagarða. Ein hinna ákærðu vann á kassa í versluninni þegar málið komst upp.

Vísar orðum landlæknis á bug

Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar, vísar á bug gagnrýni landlæknis um að aðstoð í Malaví skili litlum árangri.

Embætti borgarritara aftur lagt niður

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs á fimmtudag að samþykkt yrði að leggja niður stöðu borgarritara. Hún var endurvakin í lok júní í sumar í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Leikbær vísar gagnrýni um rasisma á bug

Elías Þór Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segist hafa orðið var við gagnrýni á auglýsingar sem hann birtir nú í fjölmiðlum. Í þeim er það tekið fram að starfsfólks Leikbæjar tali og skilji íslensku.

Vífilsstaðavatn friðlýst

Vífilsstaðavatn í Garðabæ hefur verið friðlýst og sömuleiðis næsta nágrenni vatnsins, alls um 188 hektara svæði.

Vöruskiptahalli minnkar áfram frá fyrra ári

Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands sýna að vöruskiptahalli í október reyndist 6,5 milljarðar sem er um tveimur og hálfum milljarði króna minni halli en í fyrra.

Áframhaldandi vöxtur í greiðslukortaveltu

Einkaneysla eykst enn hér á landi samkvæmt tölum Hagstofunnar því kreditkortavelta heimilanna reyndist 18 prósentum meiri í janúar til september í ár en á sama tíma í fyrra

Gistnóttum fjölgaði um fimm prósent í september

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúmlega fimm þúsund eða fimm prósent miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þanni voru gistnæturnar rúmlega 121 þúsund í september í ár en 116 þúsund í fyrra.

Segir fleiri löggur en gesti hafa mætt í afmæli Fáfnis

Jón Trausti Lúthersson, einn af forsprökkum mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, segist fullviss um að fleiri löggur en boðsgestir hafi verið í 11 ára afmæli klúbbsins sem haldið var í félagsheimli Fáfnis við Hverfisgötu á laugardaginn.

Frestar aftur hækkun á olíugjaldi af dísilolíu

Olíugjald af dísilolíu verður ekki hækkað um áramót eins og útlit var fyrir. Það var lækkað tímabundið vorið 2005 úr 45 krónum í 41 krónu svo dísilolía yrði ekki dýrari en bensín.

Rjúpnaskyttur í ógöngum

Björgunarsveitir úr uppsveitum Árnessýslu þurftu tvisvar að fara upp á hálendi í gærkvöldi og nótt til þess að sækja rjúpnaskyttur, sem höfðu lent í ógöngumn.

Bjarni sáttur við sinn árangur

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, segist vera mjög sáttur við árangur sinn í New York maraþoninu sem fram fór í dag.

Sautján hundruð manns mótmæla styttri opnunartíma á Q-bar

Rúmlega 1700 manns hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda og lögreglu um að afgreiðslutími á Q-bar í Ingólfsstræti verði ekki styttur. Borgarstjóri segir að taka verði mið af kvörtunum íbúa í nágrenni við skemmtistaði en endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að vandlega athuguðu máli.

Rafmagn komið á

Rafmagn er komið á Sævarhöfða, Eldshöfða og Breiðhöfða. Rekstrartruflun varð á háspennukerfi Orkuveitunnar í Ártúnshöfða, rétt eftir hádegið í dag, og varð rafmagnslaust í fyrrgreindum götum, auk Bryggjuhverfis.

Ósátt um jafnréttisfrumvarp Jóhönnu

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við að hann og nokkrir aðrir þingmenn flokksins greiði atkvæði gegn ýmsum ákvæðum nýs frumvarps Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um jafnréttismál, eða sitji hjá við atkvæðagreiðslu þeirra.

Bifhjólamaður féll í götuna

Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu á Sandgerðisvegi rétt við Sandgerði um hálftvöleytið í nótt og féll í götuna. Hann kvartaði undan meiðslum í mjöðm, baki og hendi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann til skoðunar. Hjólið hafnaði utan vegar og var fjarlægt af vettvangi með kranabifreið. Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum tvo ökumenn, grunaða um ölvun við akstur, á Njarðarbraut í Reykjanesbæ nú undir morgunsárið.

Annríki hjá Selfosslögreglu

Karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítalans með höfuðhögg eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í sumarbústað skammt frá Selfossi rétt fyrir klukkan þrjú í nótt.

Björgunarsveitin Þorbjörn er 60 ára

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er 60 ára um þessar mundir. Hún hefur bjargað rúmlega 230 mannslífum úr sjávarháska á þeim tíma og síðastliðin ár hefur hún verið kölluð út að meðaltali 38 sinnum á ári.

Borgarneslögreglan leitaði týnds manns

Lögreglan í Borgarnesi var kölluð út klukkan ellefu í gærkvöld vegna manns sem hafði ekki skilað sér í bústað í Húsafelli. Lögreglan hóf þá leit að manninum og um hálf tvö í nótt var Björgunarsveitin Ok í Reykholtsdal kölluð út.

Fangageymslur fylltust í nótt

Alls gistu sautján manns fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur fullar. Mikill erill var hjá lögreglunni. Talsvert var um minniháttar slagsmál og pústra.

Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli: Aðgerðir báru tilætlaðan árangur

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Vísi fyrir fáeinum mínútum að þeir Vítisenglar sem búist hafi verið við að kæmu í dag hefðu ekki skilað sér. Enn eiga flugvélar eftir að koma frá Osló og Kaupmannahöfn í kvöld en Jóhann segir ósennilegt að nokkrir Vítisenglar séu í þeim.

Eldur á Austurströnd

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Austurströnd á Seltjarnarnesi klukkan tuttugu mínútur yfir sex í dag. Talið er að kveiknað hafi í á svölum húss. Að sögn slökkviliðsmanna er eldurinn minniháttar og gengur greiðlega að slökkva hann. Búist er við að slökkvistarfi ljúki fljótlega.

Segir grundvallarmannréttindi ekki hafa verið brotin

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafnar því alfarið að grundvallarmannréttindi Vítisenglanna sem vísað var úr landi í dag hafi verið brotin. Vítisenglar stundi glæpastarfsemi um allan heim sem beri að vernda almenning fyrir.

Deilt um starfsemi REI á Filippseyjum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýna meirihluta stjórnarinnar fyrir skamman fyrirvara sem stjórnarmönnum var gefin til að taka afstöðu til áframhaldandi stuðnings Orkuveitunnar við útrásarverkefni Reykjavik Energy Invest á Filipseyjum.

Vítisenglar íhuga málssókn

Oddgeir Einarsson, lögmaður Vítisengla, segir að þeir félagar úr mótorhjólasamtökunum sem stöðvaðir voru í Leifsstöð í gær, íhugi þann möguleika að stefna íslenskum yfirvöldum vegna aðgerða þeirra. „Við erum með þetta mál í skoðun athuga hvort það sé grundvöllur fyrir málsókn,“ segir Oddgeir.

Áfram eftirlit vegna Vítisengla

Aðgerð lögregluyfirvalda vegna komu norrænna félaga í Vítisenglum hingað til lands er ekki lokið. Fylgst verður með komuflugi til landsins um helgina og samkvæmi sem vélhjólaklúbburinn Fafner-MC Iceland hafði boðað til í Reykjavík.

Fleiri Vítisenglar væntanlegir

Lögreglan á von á fleiri Vítisenglum til landsins síðar í dag. Það eru grundvallarmannréttindi að menn fái að ræða við lögmann þegar þeim er haldið gegn vilja sínum, segir lögmaður tveggja Vítisengla sem komu til landsins í gær.

Talsverður eldur í Mörkinni

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að nýbyggingu í Mörkinni um klukkan hálf tvö í nótt. Talsverður eldur logaði í rafmagnstöflu í kjallara byggingarinnar og lagði mikinn reyk um allt húsið.

Krefjast þess að stjórnvöld efni loforð sín

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis krefst þess að stjórnvöld efni loforð um aðgerðir í atvinnumálum í ályktun þar sem félagið harmar uppsagnir nærri tuttugu starfsmanna hjá GPG Fiskverkun og Sniðlum síðustu daga á Raufarhöfn og í Mývatnssveit.

Sjá næstu 50 fréttir