Fleiri fréttir

Reyndu að smygla bæði amfetamíni og e-pillum

Búið er að handtaka tíu menn í tengslum við fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði, fimm á Íslandi, tvo í Færeyjum, tvo í Danmörku og einn í Noregi. Allir eru Íslendingar nema einn sem er Dani.

Norrænir fjölmiðlar fjalla um fíkniefnamálið

Öll helstu dagblöðin í Danmörku hafa fjallað um stóra fíkniefnamálið á síðum sínum í gærdag. Auk þess var VG í Noregi og norska ríkisútvarpið með fréttir af málinu. Nær allur fréttaflutningurinn byggir á skeyti frá ritzau-fréttastofunni.

Seglskútan flutt til Reykjavíkur

Seglskútan sem notuð var til að smygla fleiri tugum kílóa af amfetamíni til landsins í gær var hífð upp á flutningakerru í morgun og verður hún nú flutt til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.

Fimm í gæsluvarðhald

Þeir fimm Íslendingar sem handteknir hafa verið vegna fíkniefnafundarins á Fáskrúðsfirði hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald. Fjórir voru dæmdir í varðhald til 18. október en einn í viku. Tveir hafa kært úrskurðina til Hæstaréttar.

Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði

Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt.

Fordæma lokun mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum

Lokun mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum er enn ein aðför að hefðbundinni búsetu og atvinnulífi dreifbýlisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá AFL starfgreinafélagi. Félagið fordæmir lokun stöðvarinnar og skorar á Mjólkurbú Flóamanna að endurskoða ákvörðunina.

Einn Norðmaður meðal þeirra handteknu

Einn Norðmaður er meðal þeirra átta sem handteknir voru í tengslum við fíkniefnafundinn á Fáskrúðsfirði í morgun. Þetta er fullyrt í vefútgáfu norska dagblaðsins Stavanger Aftenbladet.

Fáskrúðsfirðingum brugðið

Fáskrúðsfirðingar vöknuðu upp við vondan draum í morgun þegar skyndilega voru þar tugir löggæslumanna í einhverri umfangsmestu lögregluaðgerð sem sögur fara af og er eðlilega brugðið.

Greint frá fíkniefnafundi í dönskum fjölmiðlum

Greint er frá fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði í vefútgáfu danska dagblaðsins BT. Þar segir að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í Kaupmannahöfn vegna málsins og að þá hafi danska lögreglan einnig lagt hald á fíkniefni.

Krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum

Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík.

Síðasti borgarstjórnarfundur Árna Þórs

Árni Þór Sigurðsson lét af störfum í fyrradag sem borgarfulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Árni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna í vor og sat hann í dag sinn síðasta borgarstjórnarfund á þessu kjörtímabili.

Impregilio ekki launagreiðandi starfsmanna starfsmannaleiga

Hæstiréttur féllst í dag á varakröfu verktakafyrirtækisins Impregilo að því bæri ekki að greiða staðgreislu vegna launa portúgalskra starfsmanna. Mennirnir voru ráðnir til vinnu hér á landi í gegnum portúgalskar starfsmannaleigur. Héraðsdómur hafði áður ekki fallist á kröfu Impregilo.

50 til 60 kíló af amfetamíni um borð í bátnum

50 til 60 kíló af ætluðu amfetamíni voru um borð í smyglskútunni á Fáskrúðsfirði. Fimm Íslendingar hafa verið handteknir vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Europol. Aðgerðir lögreglu hafa farið fram í Danmörku, Færeyjum og í Noregi auk Íslands. Tveir hafa verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi.

TSH fær ekki bætur vegna Rúgbrauðsgerðarinnar

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Trésmiðja Snorra Hjaltasonar höfðaði á hendur íslenska ríkinu í tengslum við fasteignakaup. Trésmiðjan keypti húseigina að Borgartúni 6, sem oft hefur verið nefnd Rúgbrauðsgerðin, af íslenska ríkinu.

Framlengir atvinnuveiðar á hrefnu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur framlengt þann 30 dýra veiðikvóta á hrefnu sem sjávarútvegsráðherra heimilaði í fyrrahaust þegar hann ákvað að leyfa atvinnuveiðar á ný.

Smyglskútan flutt til Reykjavíkur

Smyglskútan á Fáskrúðsfirði verður flutt til Reykjavíkur á morgun. Heimildir Vísis herma að báturinn verði fluttur landleiðina á flutningabíl. Skútur af þessari stærð eru með þónokkuð burðarþol og ætti að vera hægðarleikur að smygla nokkur hundruð kílóum til landsins í einni ferð, miðað við að tveir séu í áhöfn.

Gríðarlegt vatnstjón í Glerárhverfi

Mikið vatnstjón varð í Glerárhverfi á Akureyri í dag. Um tíuleitið í morgun kom óvænt þrýstibylgja komið inn á heitavatnskerfið með þeim afleiðingum að kranar og öryggislokar sprungu.

Minnihluti vildi fresta afgreiðslu Grímseyjarferjumáls

Minnihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis vildi að nefndin frestaði fullnaðarafgreiðslu á greinargerð Ríkisendurskoðunar vegna Grímseyjarferju samkvæmt áliti sem skilað var í dag. Fjallað var um málið á fundi nefndarinnar í morgun og skilaði meirihlutinn skýrslu um málið.

Reglur verði gerðar skýrari

Fjárlaganefnd Alþingis skilaði af sér skýrslu í dag þar sem fjallað er um greinargerð Ríkisendurskoðunar í Grímseyjarferjumálinu. Til stóð að nefndin í heild sinni stæði að skýrslunni en af því varð ekki.

Lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn

Fíkniefnafundur lögreglunnar á Fáskrúðsfirði mun ekki hafa mikil áhrif til verðhækkana á fíkniefnamarkaði til langs tíma litið að mati Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Hann segir nægt magn fíkniefna nú þegar til staðar hér á landi til að anna eftirspurn.

Fagnar áhuga íslenskra orkufyrirtækja á Rúmeníu

Forsætisráðherra Rúmeníu hvetur íslensk fyrirtæki til að taka virkan þátt í efnahagsuppbyggingunni í landinu og fagnar áhuga íslenskra orkufyrirtækja og fjárfestingaraðila á orkulindum landsins. Þetta kom fram á fundi hans með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í morgun, en Ólafur Ragnar er nú í opinberri heimsókn í Rúmeníu.

Lögregluaðgerðum lokið á Fáskrúðsfirði

Lögregluaðgerðum er lokið á Fáskrúðsfirði. Eins og Vísir greindi frá í morgun voru tveir menn handteknir sem komu með skútu á leið til hafnar í morgun. Talið er að í skútunni hafi verið tugir kílóa af fíkniefnum. Skútunnar beið aðkomubíll á bryggjunni og var ökumaður bílsins handtekinn. Að lögregluaðgerðinni komu fjölmennt lið lögreglunnar á Fáskrúðsfirði, Landhelgisgæslan, tollgæslan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra.

Rússar enn á ferð við Íslandsstrendur

Langdrægar rússneskar sprengiflugvélar af gerðinni Tupolev 95 flugu inn á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðið norður af landinu klukkan hálf sex í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu flugu vélarnar í hringferð um landið og komu næst landinu u.þ.b. 43 sjómílur suður af Kötlutanga.

Meðalaldur ríkisstarfsmanna hækkar

Meðalaldur ríkisstarfsmanna er 45,4 ár og hefur hækkað um rúm fjögur ár frá árinu 1995. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þá hefur hlutfall þeirra ríkisstarfsmanna sem eru með háskólamenntun hækkað töluvert á innan við áratug.

Kýldi gervitennurnar út úr manni

Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir líkamsárás en hann sló mann á fimmtugsaldri hnefahögg í andlit og höfuð aðfaranótt laugardagsins 5. ágúst 2006, við skemmtistaðinn Glaumbar í Tryggvagötu í Reykjavík.

Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna

Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk.

Trillan sem strandaði á leið til hafnar

Verið er að draga trilluna Ellu HF-22 sem steytti á skeri við Hrakhólma til lands í Kópavogi. Köfunarþjónusta Árna Kópssonar sá um að losa trilluna og gengu aðgerðir vel. Hún verður hífð á land í Kópavogshöfn síðar í dag.

Engin stórvægileg álitaefni við erfðamengisgreiningu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér engin stórvægileg siðferðileg álitaefni við það þótt almenningi verðið boðið upp á að kaupa greiningu á erfðamengi sínu. Fólk leiti enda slíkra upplýsinga um sjálft sig af fúsum og frjálsum vilja.

Mótvægisaðgerðir skrýtið fyrirbæri

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, segir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar þorskkvótans, skrýtið fyrirbæri sérstaklega þegar ekkert atvinnuleysi er í landinu.

Ungur drengur stórslasaður eftir fimm metra fall

Lítill drengur stórslasaðist við gamla Blómavalshúsið í fyrradag. Hann var að príla upp á þaki hússins og féll þar niður um fimm metra að því er talið er. Svo virðist sem drengurinn hafi fallið niður þegar gler á þaki hússins gaf sig. Hann var fluttur á gjörgæslu en er nú úr lífshættu og dvelur á Barnaspítala Hringsins.

Stærsti fíkniefnafundur sögunnar

Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu.

Alvarlegum umferðarslysum fjölgar um nærri 40 prósent

Alvarlegum slysum í umferðinni hefur fjölgað um nærri 40 prósent á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Umferðarstofu sem byggir tölur sínar á lögregluskýrslum.

Séra Anna Sigríður Pálsdóttir fékk Dómkirkjubrauð

Valnefnd í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, ákvað á fundi sínum þann 19. september síðastliðinn að leggja til að sr. Anna Sigríður Pálsdóttir verði skipuð prestur í Dómkirkjuprestakalli. Sjö umsækjendur voru um embættið.

Segir nefndina hafa staðið sig í stykkinu

„Ja, bæði og,“ segir Alfreð Þorsteinsson aðspurður hvort ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leggja niður framkvæmdanefnd nýs háskólasjúkrahús hafi komið sér á óvart. „Það er auðvitað kominn nýr ráðherra í heilbrigðisráðuneytið og hann hefur sjálfsagt ákveðnar skoðanir á þessari framkvæmd. Ég held að hann verði að skýra þetta sjálfur út.“

Umfangsmikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði

Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða.

Kaupmáttur eykst um 3,8 prósent

Launavísitala í ágústmánuði síðastliðnum reyndist 321,1 stig og hækkaði um 0,4 prósent frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Þar segir einnig að síðastliðna tólf mánuði hafi launavísitalan hækkað um átta prósent.

Aðalstjórn ÖBÍ mótmælir skerðingum

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum níu lífeyrissjóða um að skerða eða fella niður örorkulífeyri hjá annað þúsund öryrkjum og það kerfisbundna kjaraskerðingu hjá lægstu tekjuhópum samfélagsins.

Yfirvinna ógnar flugöryggi

Mikil yfirvinna flugumferðarstjóra með tilheyrandi álagi og þreytu, stefnir flugöryggi í hættu. Þetta kom farm á fundi Samtaka flugumferðarstjóra á Noðrurlöndum, sem haldinn var hér á landi.

Metveiði í báðum Rangánum

Veiðin í báðum Rangánum er komin í fimm þúsund laxa í sumar, sem er algert met, og enn er mánuður eftir af veiðitímanum þar. Þótt veiðin þá daga sem eftir eru, yrði talsvert innan við meðaltal undanfarinna daga gæti veiin farið í sex þúsund laxa.

Sluppu ómeiddir frá strandi

Tveir sjómenn sluppu ómeiddir þegar þriggja tonna trilla þeirra, Ella HF 22 strandaði á svonefndum Hrakhólma út af Álftanesi á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir