Innlent

Samkomulag milli Flugstöðvarinnar í Keflavík og Þroskahjálpar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Þroskahjálp á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um tilraunaverkefni til þriggja mánaða sem felur í sér að skjólstæðingar Þroskahjálpar annast smölun á handfarangurskerrum í flugstöðinni í samstarfi við Fríhöfnina.

Með samkomulagi þessu vill Flugstöð Leifs Eiríkssonar auðvelda skjólstæðingum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þátttöku á vinnumarkaði og um leið möguleika á að kynna sér starfsumhverfi flugstöðvarinnar sem er stærsti vinnustaður á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×