Innlent

Skjálfti við Grímsey

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Veðurstofa Íslands mældi jarðskjálfta upp á 3,0 á richterskvarða á Kolbeinseyjarhrygg vestan við Grímsey um fimm mínútur yfir þrjú í dag. Að sögn Veðurstofu Íslands er engin sérstök virkni á svæðinu. Skjálfti upp á 3,0 á richter þykir ekki snarpur en líklegt er að einhverjir Siglfirðingar hafi orðið hans varir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×