Innlent

Borgarráð fundar með lögreglustjóra vegna ofbeldis í miðbænum

MYND/SK

Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir að skilyrði rekstrarleyfa veitingastaða varðandi umgengni og öryggi verði tekið til endurskoðunar. Tilefnið er fólskuleg árás þriggja stúlkna á konu í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Borgarráð hefur ákveðið að kalla lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á sinn fund til að ræða aukna löggæslu í miðborginni.

Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar kemur fram að sú túlkun einstakra veitingastaða að þeir hafi engar skyldur gagnvart ofbeldi utan dyra geti ekki staðist. Telur flokkurinn brýnt að þessi mál verði tekin föstum tökum í samvinnu við lögreglu, eigendur og starfsfólks veitingastaða.

Borgarráð hefur ákveðið að kalla á lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á sinn fund til að ræða skilyrði rekstrarleyfa veitingahúsa, ofbeldis og aukna löggæslu í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×