Innlent

Össur ekki hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð

MYND/GVA

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist ekki vera hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hann segir að ráðuneytið ætli ekki að leggjast í neinar athugunar vegna málsins. „Ég er ekki mjög hrifinn af starfsemi af þessum toga en ef Vestfirðingar vilja skoða þetta út í hörgul og um þetta verður samstaða hjá þeim, þá mun iðnaðarráðuneytið ekki leggja neina þröskulda í veg fyrir slíkar athuganir af þeirra hálfu. En við ætlum ekki að ráðast í slíkar athuganir", segir Össur í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði.

Össur segir að málið hafi borist inn á borð iðnaðarráðuneytisins en að engin afstaða hafi verið tekin til þess. „„Í fullri hreinskilni er málið er svo óljóst. Aðilarnir sem standa að baki verkefninu hafa ekki skýrt það nægilega út. Mér skilst að þarna séu á ferð miðlarar á milli verkfræðinga, fjárfesta sem hugsanlega koma með fjármagn, og einhverja Rússa sem munu hugsanlega selja hráefnið. Þetta er allt svo óljóst að stjórnvöld geta ekki tekið afstöðu til málsins", segir Össur einnig í samtali við blaðið.

Fréttina má lesa í heild sinni á heimasíðu Bæjarins besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×